Snæfell EA komið til Akureyrar


Snæfell EA er nafn sem er mjög þekkt í útgerðarsögu frá Eyjafirði, en bátar með því nafni voru gerðir út 

ansi langi  eða frá því um 1943 og flestir með skráningu frá Hrísey.

þegar að skuttogaravæðinginn var að ryðja sér til rúms á ísland uppúr 1970 þá kom og fram til 1980 þá komu ansi margir togarar til landsins,

einn af þeim kom til Hríseyjar og hét Snæfell EA.  sá togari var við lýði til 1988 þegar að nýr togari kom og fékk hann nafnið Snæfell.

Sá togari er ennþá til í dag og heitir Hrafn Sveinbjarnarsson GK,

Annar togari sem líka var með þessu nafni var togarinn Snæfell EA sem var lengi vel áður Sléttbakur EA,

sá togari fór úr rekstri árið 2019 og hefur þvi enginn togari haft þetta nafn Snæfell EA

fyrr enn núna, því að í gær 13.ágúst þá kom til Akureyrar togarinn Snæfell EA og þessi togari á sér nú sögu hérna á íslandi,

því þessi togari fyrst fyrst byggður árið 1994 og þá fyrir Hrönn HF á Ísafirði, og hét þá Guðbjörg ÍS.

Árið 1997 þá kaupir Samherji ehf Guðbjörgu ÍS og þá voru þau fleygu orð látin falla að " guggan verður áfram gul og gerð út frá ÍSafirði"

við vitum nú öll hvernig það fór.

Skipið var keypt frá Færeyjum en þar hét skipið Akraberg og áður enn skipið fór þangað þá var það í þýskalandi og var meðal annars lengt um 

18 metra og er í dag 86 metrar á lengd,

áður enn skipið kom til íslands þá var það í Danmörku í slipp þar sem það var meðal annars málað í hólf og gólf, en í Færeyjum 

var skipið svo til svart á litið enn er núna orðin fallega blár.  

Ráðgert er að skipið fari til veiða fljótlega og muni þá einbeita sér á grálúðuveiðum, en Samherji stundaði þær veiðar fyrir 

nokkrum árum síðan og notaði þá línubátinn Önnu EA sem reyndar var þá á netum á grálúðuveiðum,

ég var á Akureyri og er þegar þetta er skrifað og hérna eru smá myndir frá nýja Snæfelli EA










Undir stöfunum má greina Baldvin Þorsteinsson EA









Myndir Gísli Reynisson