Snorri Sturlusson RE með tæp 1000 tonn,1982
Ég skrifaði smá klausu um mokveiðina hjá Ottó N Þorlákssyni RE í júní árið 1982, hérna fyrir jól.
Í framhaldinu af því þá kom nafnið Óli Ufsi ansi oft upp, og var það viðurnefni sem að skipstjórinn á Snorra Sturlusson RE hafði .
Báðir þessir togarar Snorri Sturlusson RE og Ottó N Þorláksson RE stunduði "fjöllinn" svokölluðu útvið Eldey ansi mikið og fengu það mikið af ufsa og karfa.
í pistilinum um Ottó þá tók ég fyrir júní,
enn núna með Snorra Sturlusson RE þá ætla ég að taka fyrir ágúst mánuð árið 1982.
Fyrsta löndun Snorra Sturlussonar RE í ágúst 1982 var 2 ágúst og var þar frekar stór löndun í gangi. alls 365 tonn og var ufsi uppistaðan í aflanum eða um 200 tonn,
Löndu númer 2 var eftir 10 daga á veiðum og var þá aftur komið með fullfermi eða 341 tonn, af því var karfi uppistaðan eða 210 tonn,
Þriðja löndunin var góð þó að hún hafi ekki náð yfir 300 tonnin, enn þó var landað 244,3 tonnum og var þorskur uppistaðan í aflanum,
Alls landaði því Snorri Sturlusson RE í ágúst 1982, alls 949,9 tonnum eða 316 tonn í löndun,
til gamans má geta þess að aflaverðmætið þa´var alls 2,3 milljónir króna, og er það er uppreiknað til dagsins í dag þá er það 80,4 milljónir.
Það gerir um 85 krónur í meðalverð á kíló miðað við daginn í dag,
Snorri Sturlusson RE mynd Tryggvi Sigurðsson,