Sólborg RE með risatúr. 1.1milljarður hjá 2 skipum.
Það er árvisst að yfir vetrartímann þá fara nokkrir frystitogarar til veiða í Barnetshafinu, en þetta er eftir samkomulag við Norðmenn, þeir veiða loðnu á Íslandsmiðum
og í staðinn frá íslendingar að veiða þorsk í barnetshafinu.
nokkrir togarar fóru þarna til veiða, t.d Sólberg ÓF, Arnar HU og Sólborg RE.
Arnar HU kom til Sauðárkróks með 859 tonn og af því var þorskur 740 tonn , og aflaverðmætið hjá honum var alls 465 milljónir króna,
það er um 541 krónur á kíló í meðalverð,
Sólborg RE
Sólborg RE átti ansi góðan túr þarna norðureftir
því að Togarinn var alls 39 daga á veiðum og kom í land svo til með fullfermi eða 1055 tonn,
þetta gerir um 27 tonn á dag. enn hafa ber í huga að það tekur 4 daga að sigla þarna uppeftir og því skulum við draga frá 8 daga
þannig að eftir stendur þá 31 dagur sem telst þá vera veiðidagar Sólborgar RE , er þá aflinn um 34 tonn á dag,
Útgerðarfélag Reykjavíkur gerir út Sólborgu RE og er það fyrirtæki alls ekki óvant því að senda frystiskip sín þarna í Barnetshafið því að um árabil þá fór
gamli togarinn Kleifaberg RE þarna og gerði yfirleitt feikilega góða túr þangað.
Túrinn hjá Sólborgu RE var líka mjög góður því aflaverðmætið var alls 580 milljónir króna.
það gerir um 549 krónur í meðalverð eða nokkuð svipað og hjá Arnari HU.
Af aflanum hjá Sólborgu RE voru 909 tonn af þorski
Sólborg RE mynd Vigfús Markússon
Arnar HU mynd Davíð Már Sigurðsson