Sóley Sigurjóns GK í mokveiði í febrúar,2019

Þá er febrúar mánuður búinn og hjá togurunum þá var mánuðurinn nokkuð góður, fóru allavega tveir ísfiskstogarar í barnetshafið til veiða, Kaldbakur EA og Björgúlfur EA,


það voru togarar frá Sauðárkróki sem voru á topp 3, en þeir voru samt sem áður ekki það sem mesta athygli vakti,

nei það var nefnilega einn minni togari sem tróð sér þarna á milli,

Sóley Sigurjóns GK átti nefnilega metmánuð og var nú ekki langt frá því að ná toppsætinu af DrangeySK,

Sóley Sigurjóns GK landaði nefnilega um 782 tonnum í 7 löndunum.  eða 111 tonn í löndun,

túrarnir voru allir frekar stuttir hjá togaranum enda var togarinn í mokveiði að stórum hluta

besti túrinn var ekki nema 2 dagar á veiðum og kom þá togarinn með 118 tonn í land eða 59 tonn á dag

annar túr var líka um 2 dagar og var þá komið með í land um 97 tonn sem eru um 48 tonn á dag


þessi afli 782 tonn er mesti afli sem að Sóley Sigurjóns GK hefur landað á einum mánuði enn togarinn er einn af þeim skipum sem flokkast með 4 mílna skip og er hópi með t.d Þórunn SVeinsdóttir VE, Berg VE og Bylgju VE


Sóley Sigurjóns GK mynd Halli Hjálmarsson