Solfisk H-150-B nótabátur í Noregi, 2017



Alltaf gaman að skoða hina ýmsu útgerðarhætti í Noregi.  Hérna á íslandi eru  uppsjávarveiðarnar orðnar þannig að skipin eru orðin gríðarlega stór og sjá þau svo til um allar uppsjávarveiðarnar sem Íslendingar hafa heimildir til þess að veiða.  
Í Noregi er þessu aðeins öðruvísi farið ,  jú þar eru gríðarlega stór skip enn þar eru líka mun minni bátar og jafnvel alveg niður í smábáta sem eru að stunda veiðar á jafnvel makríl, síld  og loðnu.    SVona lagað þekkist ekki á ÍSlandi,

Ekki allir eru þeir stórir
Einn af þeim bátum sem hafa stundað veiðar á þessum tegundum er mjög lítill bátur sem heitir Solfisk H-150-B.  öfugt við þá norska báta sem ég hef fjallað um hérna á síðunni sem svo til allir eru að veiða við Norður-Noreg,  þá er Solfisk að veiða við Suður-Noreg.  

Solfisk er 10,6 metra langur og 4 metra breiður, smíðaður úr plasti árið 2003.

Solfisk er gerður út frá bæ sem heitir Skudeneshavn sem er ekki langt frá Bergen í Noregi.  þar leggur hann afla sinn upp hjá fyrirtæki sem heitir Skude Fryseri AS.    Um 3400 manns búa í Skudeneshavn

Frá áramótum þá hefur þessi litli bátur landað alls 177 tonnum af síld og hefur núna undanfarna daga verið að veiða hestamakríl,

og hefur landað 41 tonni núna í fjórum róðrum eða um 10 tonn í róðri.  Fullfermi hjá Solfisk er 12 tonn og hefur báturinn komið með þann afla þrisvar.


Solfisk Mynd Scanfishphoto

Solfisk Mynd Scanfishphoto.com