Sópurinn í gangi á 63 sætum

Geri nú ekki mikið um þetta, enn ég skrifaði smá grein sem birtist í Morgunblaðinu 28.okt. 
ekki eru allir með moggann svo ég birti þetta  hérna líka

og set með mynd lika svo þetta sé ekki myndalaust




 Örugglega ein besta vinnan sem hægt er að komast í er að vera alþingismaður. Maður fær góð laun fyrir að sitja og ýta á takka af og til sem segir JÁ eða NEI. Stólarnir þægilegir á Alþinginu, og þar er hægt að leggja sig, eða hanga á netinu og lesa Aflafrettir.is

Í stuttu máli má segja að verklýsing Alþingismanna og sérstaklega fyrir þá sem er í minnihluta er að vera á móti öllu sem meirihlutinn kemur með. Og ef fjalla á um landsbyggðina, þá bara vera á móti öllu sem viðkemur landsbyggðinni eða koma með hugmyndir sem gera ennþá erfiðara að búa á landsbyggðinni.


Nægir að nefna mál sem er núna í gangi um að leggja á kílómetra gjald á öll ökutæki og lækka á móti olíu og bensín. Sem við vitum öll að það sú lækkun mun ganga til baka hægt og rólega. Þetta þýðir mun hærra verð útá landi á vörum, t.d mun kosta hátt í 50.000 kr að aka vöruflutningabíl til Akureyrar, miðað við kílómetra gjaldið.


Fyrst talað erum akstur, þá er rétt að benda á að vegakerfið okkar um landið er gjörsamlega handónýtt og þó svo að dýralæknirinn ( forstjóri Vegagerðarinnar ) neiti því, þá er það bara staðreynt að vegakerfið er ónýtt. Í staðinn á að leggja milljarða í vega uppbyggingu á Höfuðborgarsvæðinu.

Þar er ekkert að vegunum, heldur snýst sá peningur bara um að létta á umferðartöfum. 131 milljarður sem áætla er að setja í það verkefni, mun ekki leysa neitt.


Einn af þeim sem hefur setið á Alþingi lengi er maður sem heitir Bjarni Benediktsson, þekki þennan aðila ekkert neitt, nema að nafnið hans er nokkuð gott. Því að það var gerður út togari sem hét Bjarni Benediktsson RE frá Reykjavík og þessi togari gerði það ansi gott meðan hann var á veiðum.

Mér hefur nú aldrei neitt þótt mikið til Bjarna koma, gerir vel við sína jakkafataklæddu menn í sjálfstæðisflokknum. En það sem hann gerði núna fyrir stuttu síðan er bara Rokk og ról, sleit þessu leiðinlega stjórnarsamstarfi, sem var bara að draga allt niður.


Og kanski það besta við þessa ákvörðun Bjarna var að losna við þetta fólk sem var yfirmenn yfir sjávarútvegsmálunum á landinu. Alveg magnað að fólk geti orðið sjávarútvegsráðherrar eða yfirmenn yfir þeim málaflokki án þess að hafa varla migið í sjóinn. Semsé engin tenging við sjómennsku.

Það mátti til dæmis ekki stunda hvalveiðar, þó svo að allir sem fylgjst með sjónum vita það að hafið í kringum íslands er fullt af hvölum, og þessar skepnir þurfa svo sannarlega að borða.


Orkumálin er kominn í bull, það má ekki virkja á , sem er á Vestfjörðum til að bæta rafmagnsöryggi Vestfirðinga útaf því að það er einhver foss sem gæti horfið, Foss sem varla er hægt að sjá nema nokkra daga á ári.

Reyndar er það kanski ekki alþingi að kennan að orkumálin séu kominn í vitleysu, heldur er endalaust verið að kæra hitt og þetta og fólk vill ekki missa hól eða foss. Nóg er að hólum á landinu og fossarnir, úff þeir eru helvíti margir.


Flóttamannamálin er kominn í mikið óefni og kostnaður ríkisins er orðinn óheyrilega mikill af þeim málaflokki, liggur við að hvert húsaskjól sé leigt undir þennan málaflokk, nægir að nefna Ásbrú, JL húsið. Hótel Glym í Hvalfirði eða þá alla leið til Grenivíkur. Bjarni sá að þetta var komið í tómt bull og sagði bara hingað og ekki lengra.


En hvað er í boði. Er að koma fólk í þessa fínu stóla í Alþingis sem vill ekki drepa landsbyggðina, Til dæmis með þessi kílómetra gjaldi, eða bann við nýskráningum á olíu og bensín bílum 2026 eins og Píratar hafa lagt til. Og fólk sem vill leyfa atvinnulífinnu á landsbyggðinni að dafna vel, t.d eins og með Laxeldin, sjávarútveginn, eða þá þetta blessaða vegakerfi okkað.


Þegar ég lít yfir hvað er í boði, þá líst mér nú ekki beint vel á. Voða vinsælt að vera stjórnmálafræðingur, eða eitthvað varðandi háskólann, eða þá forsetaframbjóðandi og ætla sér á Alþingi að stjórna landinu, okkar.


Nei við þurfum ekki svoleiðis fólk inná þing, við þurfum fólk sem þekkir landið, fólk sem hefur unnið á landinu, unnið á sjónum, í fjöllunum og þekkir hvernig landið er . Þurfum ekki einhvað flott fólk eða lið með háskólagráður til að stjórna landinu úr þessum fínum stólum á Alþingi.

Því það hefur sýnt sig síðustu ár að það fólk hefur enga sýn eða tengingu við landið sjálft, nema þá kanski höfuðborgarsvæðið.


Þegar lesið er yfir hvað fólkið segir sem málefni sem það vill leggja áherslu á. Þá er bara allt við það sama, talað á yfirborðinu, enginn bendir á einn ákveðin hlut, kanski er það kennt þannig í háskólanum að tala á yfirborðinu, ekki benda á einn hlut.


Þorir enginn að segja beint, Ætla að stefna á aukningu á hvalveiðum?. Eða ætla að taka á flóttamannahrúgunni ?, eða koma virkjunarframkvæmdum í gang?.


Vonandi verður vakning meðal landsmanna að koma almennilegu fólki inní þessa þægilegu stóla á Alþingi, fólk sem horfir ekki á höfurðborgarsvæðið sem Íslands, heldur horfir á Ísland sem allt landið.


Sá sem fær keflið við að mynda ríkisstjórn þarf heldur betur að vanda valið, svo við föllum ekki í sömu leiðinlegu gryfjuna eins og var með núverandi ríkisstjórn, allavega fá fólk sem er ekki vælandi í 101 og telur sig geta stjórnað landinu.