Spænskur togari með yfir 1000 tonna löndun, 2018

Það er ansi mikill fjöldi af frystitogurum sem eru að veiða norður í Barnetshafinu og þar á meðal nokkrir togarar sem eru skráðir á Spáni,


Einn af þeim sem var að veiða þar og landaði nýverið í Tromsö er togarinn Nuevo Barca.  

Þessi togari er smíðaður árið 1987 í Noregi og mælist 2114 tonn.   Þessi togari var meðal annars lengi vel í Færeyjum og hét þá Vesturvon,

Nuevo Barca er 65,5 metra langur og er 13 metra breiður.

Togairnn kom með fullfermi til Noregs núna í apríl  því að landað var úr skipinu 1308,3 tonnum og af því þá var þorskur um 1250 tonn,

Allur þorskurinn var flakaður um borð


Nuevo Barca mynd Ken Pardy