Sprengja í trollið hjá Pálínu Þórunni GK
Það er búið að vera mikið líf í Sandgerði núna í haust og veiði bátanna þar hefur verið mjög góð.
nú eru svo til flest allir línubátarnir komnir suður og hafa þeir að mestu verið veið veiðar utan við Sandgerði
Einhverjir togbátar hafa líka verið á veiðum utan við Sandgerði. T.d Sturla GK. Vörður ÞH og Áskell ÞH
Nesfiskstogarnir Berglín GK og Pálína Þórunn GK komu suður núna fyrir nokkru og voru báðir á veiðum utan við Sandgerði,
Pálína Þórunn GK var að toga utan við Sandgerði 16 desember og í einu halinu þá sá áhöfnin að það var eitthvað einkennilegt í trollinu,
Snorri Snorrason skipstjóri á Pálínu Þórunni GK sagði í samtali við AFlafrettir að í trollinu hafi verið um 300 kílóa sprengja í trollinu,
Þei höfðu strax samband við Langhelgisgæsluna og var þeim ráðlegt að sprauta sjó á sprengjuna á meðan þeir silgdu til Sandgerðis
Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar tók á móti Pálínu þegar hún kom til Sandgerðis en hún kom þangað á 7 tímanum í kvöld
og var sprengjan fjarlægð af bátnum og mun LHG fara með hana útá sjó þar sem hún verður sprengd og henni eytt,
Aðgerðir í Sandgerði tóku um 2 klst og eftir að þeim lauk þá fór Pálína Þórunn GK aftur út,
já segi svo ekki að það sé nóg um að vera í Sandgerði.
Myndir um Borð í Pálínu Þórunni GK
Snorri Snorrason skipstjóri á Pálínu Þórunni GK í brúnni á bátnum
Myndir Gísli Reynisson