Stærsta löndun Málmeyjar SK frá upphafi,,2018

Það  mætti halda að áhöfnin á Málmey SK séu orðnir áskrifendur af fréttum hérna á Aflafrettir.is


það var greint frá því á Aflafrettir um mokveiðin hjá þeim á Málmey SK á milli hátiðanna 2017 og má lesa þá frétt  hérna..

Risalöndun
 Nýjasta löndun Málmeyjar SK sló þessum mokveiði túr um áramótin heldur betur við.

því að Málmey SK kom í land með 252,1 tonn og af því þá var þorskur 227 tonn.

þessi 252 tonn er langmesti afli sem að Málmey SK hefur náð að koma með í land síðan að skipið fór að veiða sem Ísfiskstogari

Við svo búið þá var ekkert annað í stöðunni enn að ná sambandi við skipstjóra Málmeyjar SK.  Ágúst Ómarsson var skipstjórinn í þessum túr og sagði hann í samtali við Aflafrettir að túrinn hefði tekið 5 dagar höfn í höfn og var jöfn og góð veiði allan tíman meðan togarinn var við veiðar á Strandagrunni,

þetta geri því 50 tonn á dag sem er feikilega gott.

Ofurkælinginn  um borð
Málmey SK var fyrsti togarinn á Íslandi til þess að taka í noktun kælisnigla og með þeirri aðferð þá er enginn ís notaður í lest skipsins til þess að kæla aflann eins og hefur alltaf verið gert

Snilglinum er skipt í 3 bil.  fyrst er blæðing í yfirborðshita sjávar.  svo er forkæling í -1 gráða og að lokum ofurkæling sem er -3,5 gráður.

þegar að skipið kom með áramótatúrinn sem var um 237 tonn þá spurði Aflafrettir hvort hægt væri að koma meiri afla í skipið.

og já það er hægt.  enn málið er að vegna þess að enginn ís er í körunum þá er hægt að hlaða körin eins og var gert í þessum túr sem Ágúst var með,

körin 605 sem eru í Málmey SK voru öll sléttfyllt og því var  hægt að koma þessum mikla afla fyrir í skipinu.


Minni vinna í lestinni
Ágúst sagði að ísleysið í lestinni minnkar vinnuna um sirka 50%.  eins og hann segir,  " það þarf að moka sirka 3 tonnum af salti í túr á móti sirka 60 tonnum af ís"

en salt.  í hvað er saltið notað.  jú það er notað til þess að búa til pækil til þess að nota við ofurkælinguna sem er -3,5 gráður.

Úldin hvalur 
Reyndar í þessum túr sem að Ágúst var með skipið þá fengu þeir viðbjóð í trollið því að úldið hvalshræ kom upp í trollinu og sem betur fer þá fór hvalurinn ekki niður í fiskmóttökuna heldur var hvalurinn fastur ofarlega í belgnum og þurfti bara að rista á belginn og sturta hvalnum úr trollinu.  enn lyktin var  hrikalega eins og Ágúst sagði.

Aflafrettir vildu fá að vita hvernig Málmey SK væri í sjó með svona mikinn afla.  sagði Ágúst að togarinn bæri þennan afla mjög vel.  leggst aðeins fram á nefið og þyngist á móti öldunni.

Góð áhöfn
að lokum þá vildi koma því á framfæri að mannskapurinn á Málmey SK er frábær,  jákvæður og samhentur.  " það eru enginn vandamál bara lausnir" eins og hann segir sjálfur


Málmey SK mynd Vigfús Markússon



Þarna sést glitta í hvalinn sem kom í trollið. 


Draumaskammturinn 7 tonn.  aflanemi númer 3 blikkar við 7 tonnin, og svo er einn i viðbót sem klikkar í 10 tonnum,


Fiskurinn í lestinni Myndir Ágúst Ómarsson