Stærsti netabátur Íslands!,1981

Ég hef verið að koma með aflltölur af og til hérna frá árinu 1981 enn það ár var ansi gott aflaár.  Enn árið 1982 var ansi dapurt og var hrun í loðnuveiðum þar sem einungis um 13 þúsund tonnum af loðnu var landað allt árið 1982  samanborðið við hátt í 600 þúsund tonn sem landað var árið 1981.


Þetta gerði það að verkum að loðnubátarnir þurftu að finna sér eitthvað annað að gera og þá kanski hjálpaði það að enginn kvóti var kominn á.

Mörg loðnuskipanna fóru á netaveiðar um vertíðina 1981, og t.d hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík þá lönduðu það nokkur loðnuskip sem voru á netaveiðum.  t.d Heimaey VE 1, SVanur RE og Guðmundur RE ( sem í dag heitir STurla GK).  

Án efa var langstærsti netabáturinn sem landaði þar og er án efa stærsti netabátur íslands  Sigurður RE 4.  

Varla er hægt að finna stærri bát sem hefur stundað netaveiðar við landið hérna og Sigurð RE.

Báturinn hóf netaveiðar í mars árið 1982 og landaði þá 145 tonnum í 10 róðrum og landaði þá í Þorlákshöfn, Keflavík og Reykjavík.  

Apríl var aðeins betri enn þrátt fyrir að vera stærsti  netabátur íslands þá var báturinn langt frá því að vera aflahæstur netabátanna í aprí sem við skulum skoða.

báturinn landaði 1, apríl í Þorlákshöfn 11,1 tonni

kom svo til Reykjavíkur 3 apríl með 12,1 tonn.

5 apríl með 16,8 tonn.

síðan kom 10 daga stopp, og landaði svo Sigurður RE 15 apríl 16,7 tonnum og landaði því í Keflavík

17 apríl í Reykjavík 24,6 tonn.

20 apríl í Keflavík 46,2 tonn.

22.apríl í Keflavík 48,2 tonn

24 apríl í Reykjavík 29,1 tonn

27 apríl í Keflavík 15,9 tonn

29 apríl 8,7  tonn í Reykjavík,

Samtals landaði Sigurður RE 4 í Apríl árið 1982 alls 229,4 tonnum í 10 róðrum 



Sigurður RE 4 mynd Johann Ragnarsson