Stærsti róður Blossa ÍS frá upphafi, 2017
Þegar steinbíturinn gefur sig þá er oft mikið fjör hjá línubátunum fyrir vestan. Þeir félagar Birkir skipstjóri á Blossa ÍS og Ingi háseti fengu heldur betur að finna fyrír því í gær,
þeir fóru stuttu út eða rétt útaf ´ Súgandafirði og lögðu þar 30 bala. eða alls 15 þúsund króka.
þegar búið var að draga 27 bala þá var lestin í bátnum orðin stútfull, og átti þá einungis eftir að draga 3 bala.
á síðstu 3 balanna var heldur betur mokveiði. Birkir sagði í samtali við Aflafrettir að það var fiskur á hverjum einasta krók, enn síðustu 3 balarnir voru allir loðnubeittir. áætlaði Birkir að á síðustu 3 balanna hafi fengist um 1,5 til 1,7 tonn eða hátt í 600 kíló á bala,
allir 30 balarnir voru reyndar ekki loðnubeittir heldur voru hluti af þeim beittir með smokk, og var kanski sem betur fer mun minni veiði á þá bala enn á loðnubeittu balanna.
Þegar í land kom þá var orðið ljóst að um borð var mesti afli sem að Blossi ÍS hefur komið með að landi fráþví að báturinn var smíðaður, því alls komu úr bátnum 11,4 tonn sem svo til allt var steinbítur,. 32 kíló af aflanum var skarkoli.
Allur aflinn fór í vinnslu á Flateyri sem er í eigu heimamanna þar í bænum,
Langar svo að kasta hérna fram bókinni um Ásbjörn RE 50 sem fer að koma í bókabúðir Eymundsson. hægt er að panta bókina hjá Gísla reynissyni sem á og rekur aflafrettir.is.
Blossi ÍS með 12 tonn, Mynd Guðrún Pálsdóttir
Blossi ÍS með fullfermi Mynd flateyrarhöfn
Mynd Birkir Einarsson
Strákarnir á Blossa ÍS ánægðir með góðan dag. til vinstri og snýr baki í myndavélina er Birkir Einarsson skipstjóri og til hægri brosandi með daginn er Ingi
Mynd Birkir Einarsson