Steinbítsveisla á Suðureyri. 75 tonn af 3 bátum,2017

Það er alltaf árvisst að steinbíturinn gefur sig ansi vel hjá línubátum og þá aðalega hjá línubátunum við vestfirðina,


á Suðureyri hefur verið mokveiði hjá línubátunum sem þar landa og hafa þrír bátar þar allir komið með fullfermi.  


Hrefna ÍS kom með 15,3 tonn í land í einni löndun og af því þá var steinbítur 15,1 tonn.

Gestur Kristinsson ÍS hefur fiskað langbest af þeim og þar um borð er Kristinn július Smárason skipstjóri. 

Nokkuð langt stím var hjá þeim á Gesti því þeir lögðu línuna norður af Horni og þaðan er um 4 tíma stím til Suðureyrar.

engu að síður þá hefur Gestur Kristinsson ÍS landað 35 tonnum í aðeins þremur róðrum,  og þar af tveir 13 tonna róðrar.  Allt er þetta á 32 bala. eða í kringum 400 kíló á bala.

Gestur Kristinsson ÍS með 13 tonn Mynd Róbert Schmidt.

 

Bliki ÍS hefur fiskað vel, hefur landað 23,8 tonn í aðeins tveimur róðrum og þar af kom báturinn með 13,2 í land í einni löndun sem fékkst á 32 bala 500 króka.  það gerir um 412 kíló á bala.

Bliki ÍS með 13 tonn Mynd Ævar Einarsson


Þetta þýðir að um 75 tonn af steinbíti hafa komið til vinnslu hjá Íslandssögu á Suðureyri enn vinnslan vinnur aflann af öllum bátunum, undanfarna 4 daga eða svo.