Steini Sigvalda GK, búið.. 2017
Hólmgrímur í Keflavík hefur í mörg ár gert út netabáta, og hans helsta prýði er einn af elstu stálbátunum sem eru gerðir út við landið . Maron GK,
Sömuleiðis hefur hann gert út Grímsnes GK og núna undanfarið um 2 ár . Steina Sigvalda GK sem áður hét Þórsnes II SH.
Brátt munu dagar Steina Sigvalda GK verða taldir, því að eldsvoði kom upp í bátnum meðan hann lá við bryggju í Þorlákshöfn núna seint í maí. kom eldurinn upp framm í bátnum og skemmdist svo til allt þar.
í framhaldinu þá var ákveðið að fara ekki í viðgerðir á bátnum. Guðjón Bragason var skipstjóri á bátnum og sagði hann í samtali við Aflafrettir að skemmdirnar á bátnum frammí voru mjög miklar. hann silgdi bátnum frá Þorlákshöfn til Njarðvíkur og sagði hann að brunalyktin var mjög mikil í bátnum þessa siglingu.
Guðjón mun taka við skipstjórn á Grímsnesi GK núna í júlí.
af bátnum er það að frétta að hann mun sigla í brotajárn og draga með sér hinn bátinn sem að Hólmgrímur átti og gerði út, og var Guðjón þá líka með hann. Kristbjörgu HF. báðir bátarnir liggja í Njarðvík,.
Hvort að nýr bátur komi í staðinn fyrir Steina Sigvalda GK það mun koma í ljós. verið er að vinna í þeim málum,
Steini Sigvalda GK mynd ÓSkar Franz Óskarsson
Tjaldanes GK núna Kristbjörg HF. mynd Markús Karl valsson