Steinninn á Bjarmalandinu


Það hefur kanski ekki farið frammhjá neinum að ég er Sandgerðingur og ansi stoltur af því.  

Og eins og sönnum Sandgerðingi sæmir þá sótti ég sjóinn frá Sandgerði í nokkur ár, og einn af þeim bátum sem ég var á

var Þór Pétursson ÞH sem Njörður HF átti.

var ég á bátnum árið 1997 og vorum við á trolli, rækju og humri.

Ég ólst upp á Bjarmalandi 5 í Sandgerði og þar býr faðir minn, Reynir Sveinsson, og í garðinum hjá honum er stór og mikill steinn

rauðleitur á lit og hefur þessi Steinn verið í garðinum hjá pabba núna í 24 ár.

Það var nefnilega þannig að um sumarið 1997 þá vorum við á humarveiðum á Þór Péturssyni ÞH.

vorum að veiðum ekki langt frá Surtsey í blankalogni og í einu halinu sem híft var inn þá kom þessi stóri og mikli steinn í trollið

mér fannst hann ansi flottur og strákarnir um borð og skipstjórinn á bátnum voru bara á því að henda þessum steini fyrir borð

enn mér langaði að hirða hann og fékk leyfi til þess frá Knúti sem þá var skipstjóri á bátnum,

Steininn var andskoti þungur og þurfti ég að nota skipskranann á Þór Péturssyni ÞH til þess að koma honum í bakborðsíðuna á bátnum

þar sem hann var síðan þangað til við komum til Sandgerðis til löndunar.

Meðan landað var þá var einn af þeim sem voru að lyftara á bryggjunni í Sandgerði maður sem ég þekkti nokkuð vel

og ég bað hann um hvort hann gæti farið á lyftaranum með steininn í fiskikari og ekið honum heim á Bjarmaland.

það var lítið mál,

þegar þangað var komið þá gróf ég nokkuð góða holu og kom þessum steini sem líklegast kemur frá Surtsey

niður og hefur hann sómt sér vel í garðinum hjá pabba þessi 24 ár sem hann hefur verið þar 




Þór Pétursson ÞHG mynd Tryggvi Sigurðsson