Steinunn HF aftur komið í noktun,2019


Fiskvinnslan Kampur hefur í ansi mörg ár gert út tvo báta, þá Kristján HF sem var balabátur og ekki yfirbyggður,  sá bátur heitir í dag Þorsteinn SH

líka áttu þeir Steinunni HF,  báðir þessi bátar voru 15 tonna cleópatra bátar,

Báðir bátarnri voru seldir þegar nýr 30 tonna bátur sem fékk nafnið Kristján HF kom á flot.  skipstjórar á nýja Kristjáni HF , þeir Sverrir og Atli  skipta með sér bátnum en áður þá var Sverrir skipstjóri á Steinunni HF og Atli var með Kristján HF,

núna er Steinunnar nafnið komið aftur á bát í eigu Kamps,

því að í fyrrahaust þá keypti útgerðin Benna SU og var báturinn gerður út undir nafninu Benni SU, og kom báturinn til Sandgerðis snemma í nóvember 2018

og hefur að mestu verið gerður út þaðan.

í dag þá er báturinn orðinn merktur Kampi, og nafnið Steinunn HF er komið á bátinn,.

Vel hefur gengið hjá bátnum og hefur hann t.d núna í febrúar landað um 33 tonnum í 6 róðrum og mest um 9 tonn.  

Aflafrettir hafa oft spjallað við skipstjórann á bátnum en því miður algjörlega búinn að týna nafninu hans,  





Steinunn HF mynd Reynir Sveinsson