Steinunn HF lýkur hlutverki sínu,2018

Allt tekur sinn enda segir einhverstaðar


Síðan 19 mai árið 2015 þá hefur  útgerðarfélagið Kambur ehf gert út bátanna Kristján HF  og Steinunni HF.  báðir þessir bátar voru Cleopötru bátar og báðir 15 tonna.  munurinn á þeim var að Kristján HF var á balalínu og óyfirbyggður en Steinunn HF var með beitningavél og yfirbyggður,


Kristján HF lauk vinnu sinni fyrir Kamb núna um áramótin og hefur sá bátur verið seldur til Rifs eins og hefur verið greint frá hérna á aflafrettir,

Steinunn HF hefur átt ansi góðu gengi að fagna og var t.d langaflahæstur allra báta að 15 tonnum árið 2017.

Sverrir Þór Jónsson hefur verið skipstjóri á bátnum þennan tíma og núna hefur báturinn lokið hlutverki sínu fyrir Kamb.

Búið er að selja bátinn til Tálknafjarðar og mun báturinn fá þar nafnið Sæli BA og mun koma  í stað núverandi Sæla BA sem er balabátur og er lika cleópötru bátur,

Nýr bátur Kristján HF er kominn á flot og mun taka við verkefni sem að Kristján HF og Steinunn HF voru með.  og Atli sem var skipstjóri á Kristjáni HF og Sverrir sem var með Steinunni HF munu skipta með sér skipstjórn á bátnum.

Sverrir sagði í samtali við Aflafrettir að þeir settu markmiðið á að veiða yfir 2000 tonn  á  ári og verður fróðlegt að sjá hvort þeim takist að veiða meira enn Sandfell SU sem hefur veitt mest báta að 30 tonnum ár hvert

ÞAð má geta þess að þessi litli bátur hefur síðan 19.maí árið 2015 til 13.júlí árið 2018 veitt samtals 4390.5 tonn sem er ansi gott á 15 tonna báti,


Steinunn HF mynd Jón Steinar Sæmundsson