Steinunn HF númer 1 á síðasta fiskveiðári,2018
Hjá bátunum að 15 tonn á síðasta fiskveiðiári þá voru það 9 bátar sem yfir 1000 tonnin komust,
og reyndar skal það tekið fram að þessar tölur miðast einungis við bolfisk, og enginn makríll er í þessum afla,
Steinunn HF var aflahæstur með um 1352 tonn og Tryggvi Eðvarðs SH kom þar á eftir.
Reyndar var Tryggvi Eðvarðs SH með meiri heildarafla því að báturinn var á makríl hluta af september 2017 og í ágúst 2018, sá afli er ekki meðtalin hérna,
Hérna er listi að neðan yfir 15 aflahæstu bátanna að 15 bt á síðasta fiskveiði ári
Sæti | Nafn | Afli | Landanir | Meðalafli |
1 | Steinunn HF | 1351,6 | 160 | 8,4 |
2 | Tryggvi Eðvarðs SH | 1295,8 | 161 | 8 |
3 | Einar Hálfdáns ÍS | 1196,5 | 218 | 5,5 |
4 | Otur II ÍS | 1135,1 | 210 | 5,4 |
5 | Litlanes ÞH | 1119,9 | 175 | 6,4 |
6 | Dóri GK | 1099,8 | 161 | 6,8 |
7 | Daðey GK | 1084,5 | 177 | 6,1 |
8 | Benni SU | 1064,3 | 171 | 6,2 |
9 | Von GK | 1049,2 | 168 | 6,3 |
10 | Dögg SU | 887,8 | 104 | 8,5 |
11 | Háey II ÞH | 878,1 | 130 | 6,7 |
12 | Sunnutindur SU | 872,4 | 123 | 7,1 |
13 | Guðmundur Einarsson ÍS | 869,3 | 193 | 4,5 |
14 | Guðbjartur SH | 813,1 | 160 | 5,1 |
15 | Jón Ásbjörnsson RE | 810,9 | 140 | 5,8 |
Þess má geta að Steinunn HF í dag heitir Sæli BA og hefur hafið róðra undir því nafni með beitningavél,
Steinunn HF mynd Jón Steinar Sæmundsson