Steinunn SF eða Vestmanney VE. ??, 2018

Það var skrifað hérna á Aflafrettir um mokveiðina hjá Vestmannaey VE og sagt frá risaróðrinum hjá þeim þegar að þeir lönduðu 102 tonnum í einni löndun,



Þegar sú frétt var skrifuð þá var ansi langt niður í næstu trollbáta

Áhöfnin á Steinunni SF er nú heldur betur búinn að spýta í lófanna og ætla sér ekkert að láta strákanna á Vestmannaey VE hirða toppsætið núna í mars.  

Núna þegar þetta er skrifað þá er Vestmannaey VE með 759,6 tonn í 9 róðrum enn Steinunn SF er rétt á eftir með 751,6 tonn í 11 róðrum.  

þarna munar ekki nema um 8 tonnum á þeim tveim og er þessi munur ævintýralega lítill miðað við að báðir bátarnir eru komnir yfir 750 tonnin,

Núna er komið páskastopp og ennþá eiga kanski eftir að koma fleiri aflatölur inn um þessa trollbáta, þannig að eftir stendur spurninginn.  Steinunn SF eða Vestmannaey VE??


Steinunn SF mynd Harladur Hjálmarsson


Vestmannaey VE mynd Guðmundur Alfreðsson