Stór mánuður hjá Sléttanesi ÍS ,1983
Fyrirtækið Þorbjörn Ehf í Grindavík átti í þónokkur ár frystitogara sem hét Hrafn GK,
Sá togari kom til Þingeyrar árið 1983 og hét þá Sléttanes ÍS og var smíðaður á Akureyri.
Togarinn hóf veiðar í apríl sama ár og gekk veiðin nokkuð vel hjá togaranum,
Júlí mánuður var ansi góður,
fyrst landaði Sléttanes ÍS 193,4 tonnum 2.júlí og var uppistaðan í aflanum þorskur um 90 tonn, annars var aflinn mjög blandaður,
næsti túr var fullfermi 224,9 tonn og af því þá var grálúða 139 tonn,
þriðji og síðasti túrinn í júlí var líka fullfermi eða 226,2 tonn og var þorskur uppistaðan í aflanum eða um 200 tonn,
Alls var því þessi mánuður 644,5 tonn í aðeins 3 löndunum ,
Sléttanes ÍS mynd Tryggvi Sigurðsson