Stórbruni í Færeyjum,,2017
Eins og greint var frá hérna á Aflafrettir þá voru mikil mótmæli fyrir nokkrum vikum síðan útaf fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórunarkerfinu í Færeyjum. Sjómenn stóðu þá saman og silgdu flotanum í land til mótmæla.
Var þessi ákvöðrun eða hugmynd stjórarninnar í Færeyjum mikið áfall fyrir sjómenn þar .
núna í morgun þá kom annað áfall fyrir eyjaskegga því að mikil bruni varð í húsnæði fyrirtækisins Varðin sem er staðsett í Austurey er mjög stór uppsjávarvinnsluhús og gerir út eitt mjög stórt skip.
Húsnæðið semnúna brennur í á Austurey var smíðað árið 2012 og getur afkastað upp að 600 tonnum á dag.
Varðin fyrirtækið á hlut í fjórum fyrirtækjum sem öll eiga stór og mikil uppsjávarskip.
Varðin á hlut í eftirfarandi skipum,
Tróndur í Götu
Finnur Fríði
Júpiter
og Saksaberg.
Eldurinn er mjög mikill og er slökkvilið þarna á eyjunni að berjast við hann og hefur verið kallð út slökkvilið frá Þórshöfn í Færeyjum.
Íbúum sem búa þarna í í um 1 km fjarlægð hefur verið skipað að yfirgefa húsnæði sín og mun ferjan Smyrill koma og sækja það fólk sem óskar eftir og ferja það yfir til Þórshafnar.
Aflafrettir eru í sambandi við fólk í Færeyjum og mun flytja nánari fréttir af þessu þegar á líður
Mynd frá verksmiðjubrunanum. mynd frá R7.
Tróndur í Götu mynd Ian Leask