Stórbruni í Sólrúnu EA ..2017

Á Árskógssandi hefur um liðlega 40 ára skeið verið til útgerðarfélagið Sólrún hf.  hefur í gegnum tíðina verðið gerðir út nokkriar bátar á vegum þess félags sem hafa heitið Sólúnar nafninu og einnig Særún EA.   núna árið 2017 þá gerir félagið út netabátinn Sólrúnu EA sem er 27 tonna stálbátur um 15 metrar á lengd, og einnig línubátinn Særúnu EA sem var áður Hópsnes GK í Grindavík.  15 tonna plastbátur.  

Mikill eldur kom upp í netabátnum Sólrúnu EA þar sem báturinn lá við bryggju á Árskógssandi núna í gærkvöldi 12.nóvember.    Eldsins varð fyrst vart við sirka um klukkan 1840 og var mikill eldur í lúkar og brú bátsins,

Slökkiliðið á Dalvík kom á staðinn og fékk aðstoð frá slökkiliðinum á Akureyri til að slökkva eldinn,

Aðstæður til að slökkva eldinn voru frekar erfiðar enda mikill hiti og ekki hægt að fara inn í stýrishúsið.

þegar að eldurinn hafði verið slökktur sirka um klukkan 22:30  og báturinn hafði fengið að kólna niður þá kom í ljós að skemmdirnar voru ansi miklar.

Pétur Sigurðsson framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf sem gerir út Sólrúnu EA sagði í samtali við Aflafrettir.is að öll tæki í brú eru ónýt,  og allar innréttingar í lúkar.  

verið er að meta tjónið og meta líka ástand á skrokki bátsins.  enn við svona mikinn hita þá á stálið það til að mýkjast upp og teygjast og það minnkar styrkin í efninu.

Pétur vildi koma á framfæri miklum þökkum til Slökkviliðsins á Dalvík og  Akureyri fyrir skjót viðbrögð og góð vinnubrögð, þrátt fyrir  mjög erfiðaðar aðstæður.  Sömuleiðis vill pétur koma á þökkum til allra þeirra sem komu að aðstoð með einum eða öðrum hætti miklar þakkir.  









Myndir Pétur Sigurðsson