Stórbruni sást í Aflatölum,1983

Eitt það allra hættulegasta sem nokkur getur lent í sérstaklega á sjó er að lenda í því að bátur þess verður eldi að bráð. 


þegar eldur kemur upp þá verða oft gríðarlegar skemmdir á bátum og mannvirkjum ýmisskonar

Eldsvoðar í húsum og þá sérstakalega stórum húsum verða oft á tíðuim og minnist bara á þessu ár stórbruna sem varð í Garðabænum þegar að húsnæði Icewear og Geymslu varð eldi að bráð og gríðarlegt tjón varð. 


á Suðurnesjunum hafa orðið nokkrir stórbrunar og all margir hafa orðið í Keflavík,

Keflavík HF
í maí árið 1983 þá kom upp stórbruni í húsnæði Frystihúss Keflavíkur HF sem var staðsett á Hafnargötu skammt frá DUUS húsum og gamla slippnum í Keflavík.

Þessi stórbruni var mjög mikill og það mikill að aldrei aftur varð fiskvinnsla í þessu húsnæði aftur

Eins og þið vitið kæru lesendur þá er ég í endalausu aflatölu grúski

og maður rekst á ansi margt og getur lesið margt útur þessum aflatölur,

og eitt af því sem ég las útúr aflatölunum var einmitt þessi stórbruni í Keflavík HF.  

málið er nefnilega að Miðnes HF í Sandgerði og Keflavík HF í Keflavík voru í samstarfi og var það þannig að mest allur karfi var unnin í Miðnesi HF í Sandgerði og Þorskur, ufsi og ýsa var unnin í Keflavík HF.  

þetta átti t.d við aflann af togurunum Sveini Jónssyni KE og Ólafi Jónssyni GK

auk þess af Geir Goða GK.  Elliða GK, Reynir GK og Jón Gunnlaugs GK sem allir voru á trolli,


Skal sýna  ykkur dæmi

í Apríl 1983 þá landaði Ólafur Jónsson GK  um 400 tonnum í 3 túrum og er þetta allt karfi sem var unnin í Miðnesi HF í Sandgerði,

Sveinn Jónsson KE var á sama tíma með 350 tonn í 3 túrum í Miðnesi og eins og með Ólaf þá var þetta allt karfi,

Eftir bruna

 Þar sem að Keflavík HF var farið út þá þýddi það að Miðnes HF tók allan fiskin inn til vinnslu til sín og t.d 

má nefna að í júni þá landaði Sveinn Jónsson GK 509 tonnum í 3 túrum og var allur fiskurinn tekin til vinnslu í Miðnes

fullfermi í hverjum túr eða tæp 170 tonn í túr,


Hjá trollbátunum þá þetta meira áberandi,

t.d í Apríl 1983 þá Elliði GK með 54 tonní 6 og er þetta bara karfi.

Reynir GK með 84 tonn í 6 og var þetta karfi og ufsi sem var unnin í Miðnesi

Jón Gunnlaugs GK 52 tonní 7 og var þetta karfi og ufsi í Sandgerði

Geir Goði GK einungis 22 tonní 4, og var þetta allt karfi.

ansi mikið vantar uppá aflann hjá þessum bátum.  

Áberandi hjá Elliða GK
Eldsvoðinn í Keflavík HF kom upp 17.maí 1983 og  þurfti að bregðast snöggt við í Miðnesi HF því þegar eldurinn kom upp þá voru allir bátarnri og togarnir á sjó og

t.d þá landaði Geir Goði GK deginum áður 22 tonnum og Jón Gunnlaugs GK landaði afla sama dag og bruninn varð.  17,5 tonnum, Sama gerði Reynir GK sem kom með 18,2 tonn

Besta dæmið um að sjá brunan í Aflatölum er hjá Elliða GK,

Báturinn landaði afla 14.maí og var þá skráður með 1,2 tonn til vinnslu í Miðnesi HF í sandgerði,

í næsta túr sem var 19.maí þá kom báturinn með 48 tonn í land 

Endalok Keflavík HF
eftir þennan bruna þá var allur fiskur sem togarar og bátar á vegum Miðnes HF unnin í Sandgerði og allri vinnslu var hætt í Keflavík HF eftir þennan bruna

Ég vil svo minna á  fyrir þá sem ekki vita að vertíðaruppgjörið fyrir vertíðina 2018 og vertíðin 1968 skoðuð til samanburðar var að koma úr,
hægt að panta í síma 8315575 eða á facebook, gísli reynisson


Bruninn í Keflavík HF í Maí 1983.  Ljósmynd af tölvuskjá frá frétt 



Elliði GK mynd  Tryggvi Sigurðsson


Ólafur Jónsson GK Mynd Hafþór Hreiðarsson