Stormskvótinn seldur,,2018

Við erum búinn að fylgjast með því  hérna á síðunni sögunni um kvótann sem Stormur ehf átti, og átti að notast á nýja bátinn sem kom til landsins núna snemma á árinu.  Stormur HF.


Þessi kvóti sem telur um 1350 tonn í þorskígildum er búinn að flakka nokkuð á milli báta einungis til þess að hýsa hann.  Síðasti báturinn sem kvótinn var hýstur á er Fálki BA sem áður hét Askur GK.

Núna er þessu ferðalagi þessa mikla kvóta lokið því að búið er að selja kvótann,

kaupandi af öllum þessum risakvóta er Skinney Þinganes á Hornafirði,

300 tonn af þorski voru færð á Þórir SF

enn restin af kvótanum var allur færður yfir á Steinunni SF.

t.d 795 tonn af þorski

75 tonn af ýsu

94 tonn af ufsa

58 tonn af löngu svo dæmi séu tekinn,

Þessi sala er ansi stór og annað hvórt á Skinney Þinganes ansi gott eigið fé eða þá að banki hafi komið undir með þeim því að þessi kvóti kostaði um 2,5 til 3 milljarða króna .  miðað við söluverð á kvóta  í byrjun  desember 2017.


Steinunn SF mynd Halli Hjálmarsson