Stormur HF kominn til landsins. skammvinn gleði,,2017

Þá er hann loksins kominn Stormur HF sem er búinn að vera í miklum endurbótum í Póllandi.  Þessi bátur má segja að sé alveg nýsmíði því að hann er upprunalega byggður uppí togveiði báti sem var 23 metra langur, enn sá bátur var aldrei kláraður og var skrokkurinn keyptur í Nýja sjálandi og dreginn til Póllands.  Þar var hann lengur um 22 metra.  Unnið var í Stormi HF í um 2 ár og árangur er glæsilegur,


Þótt að báturinn sé kominn til landsins og því ber að fanga þegar að nýr bátur er komin til landssins.  og sérstaklega þegar haft er í huga að þessi bátur er svo til fyrsti nýsmíðaði línubáturinn síðan að Þorlákur ÍS fyrir um 17 árum síðan,

Þessi fögn á nýjum báti eru þó skammvinn, því að útgerðarfélagið Stormur ehf sem á Storm HF hefur ákveðið að selja bátinn og kvótann af honum og hætta rekstri fyrirtækisins.  

enn hvar er kvótinn af Stormi HF  og hvað er hann mikill,

Jú kvótinn á Stormi HF er  nokkuð góður.  hann er um 1300 tonn miðað við þorskígildi og hann er hýstur á Birtu KE sem er um 30 tonna stálbátur.  sá bátur er í eigu Storms EHf.

Hérna að neðan má sjá sögu kvótans sem núna er hýstur á Birtu KE sem átti að fara á Storm HF



Kvótinn sem átti að fara á Storm HF. Sagan
ÁR Bátur Sknr
2017 Birta KE 1927
2016 Haukur HF gamli Aðalbjörg II RE 1269
2015 Magnús HF Gamli Gjafar VE 1039
2014 Þórsnes II SH seinna Steini Sigvalda GK 1424
2013 Stormur HF núna Guðmundur Jensson SH 1321
2012 Stormur HF 1321
2011 Kaupir kvóta af

Sæbergi HF 1143

Garp RE 2018

Ronju SH 1524

Jenný HU 7377

Skotta BA 6784
2010 Fær kvóta í byrjun hjá nokkuð mörgum bátum

Blíða KE allan kvótann, 1178

Jón á Hofi ÁR kolategundir 1645

Fróða II ÁR Þorsk og ýsu í skiptum fyrir humar 2773

Ósk KE allan kvótan 1855

Tjaldur II ÞH Allan kvótan 1109

Andvirði kvótans er rúmir 3 milljarðar króna og báturinn sjálfur er nokkur hundruð milljóna króna virði.  






STormur HF mynd Þórarinn Guðni SVeinsson