Stormur HF loksins seldur., 2018
Það var langt og mikið ferli að smíða og breyra Stormi HF úr litlum togbáti yfir í einn fullkomnasta línubát sem Íslendingar hafa eignast.
En báturinn er búinn að liggja við bryggju síðan hann kom til landsins því útgerðin sem á bátin tók þá ákvörðun um að selja bátinn og kvótann.
Reyndar er kvótinn geymdur á Birtu SH eins og hefur komið fram hérna á Aflafrettir.
Núna glittir reyndar í það að þessi flotti og tæknivæddi bátur farið loksins til veiða því útgerðarfyrirtækið Nesfiskur í Garðinum hefur keypt Storm HF.
Nesfiskur kaupir bátinn kvótalausan og notar sinn eigin kvóta á bátinn.
Að sögn Bergs aðstoðarframkvæmdastjóra Nesfisks þá seldu þeir dragnótabátinn Arnþór GK til Stykkishólms árið 2017 og myndaðist þannig gat fyrir nýjan bát sem nýi báturinn mun fylla,
Nesfiskur hefur ekki áður gert út stóran línubát enn gerir út nokkra smábáta sem stunda línuveiðar , t.d Dóra GK og Berg Vigfús GK .
Búið er að ákveða nafn á nýja bátinn og mun hann fá nafnið Arnþór GK eins og báturinn sem var seldur hafði.
Stormur HF Mynd Þórarinn Guðni Sveinsson