"Stóru" grásleppubátarnir, 47 tonn í júlí
Hérna á Aflafrettir höfum við í ár fengið að fylgjast með uppsjávarskipunum
og þetta er á lista sem heldur utan um Íslensku og Færeysku skipin.
enginn loðna var veitt á vertíðinni og því hafa skipin frá báðum þessum löndum veitt að mestu kolmuna
Núna eru svo til öll íslensku skipin byrjuð að veiða makríl inn í íslensku lögsögunni,
Og að er töluvert að aukafiski sem kemur í aflan hjá skipunuim þegar veiddur er makríll og síld,
og þessi aukafiskur getur verið allskonar, þorskur, ufsi, ýsa, karfi, hákarl, lax
og síðan grásleppa
en það er alltaf langmest af grásleppu í aflanum hjá skipunum sem eru að veiða makríl
og núna í júlí þá er búið að vera ansi mikil grásleppuveiði hjá skipunum
því samtals hafa þau landað 47,3 tonnum af grásleppu núna í júlí
Jóna Eðvalds SF
aflahæsta grásleppuskipið af uppsjávarskipunum núna í júlí er Jóna Eðvalds SF með 5,2 tonn af grásleppu.
Grásleppusjómenn sem stunda grásleppuveiðar um landið landa grálseppu heillri og hún er unnin og hrognin
tekin úr henni, enda eru hrogning mjög verðmæt
en hvað er gert við grásleppuna sem að uppsjávarskipin koma með.
jú hún er öll send í bræðslu.
Árið 2023
Það má geta þess að árið 2023 þá var frekar mikið af grásleppu í aflanum hjá uppsjávarskipunum því alls var landað 146 tonnum
af grásleppu, sem allt fór í bræðslu
Jóna Eðvalds SF mynd Jón Haukur Hauksson