Stórveldið Fiskiðjusamlag Húsavíkur,1983
Einu sinni var mjög stórt og mikið fyrirtæki á Húsavík sem hét Fiskiðjusamlag Húsavíkur (FH).
já einu sinni var. þetta stóra fyrirtæki er ekki til í dag, þótt að húsnæðið sé ennþá þarna við höfnina á Húsavík.
AFhverju kalla ég það stórveldi.
jú því yfir 95% af lönduðum afla á Húsavík árin um og eftir 1980 fór allt í vinnslu hjá FH.
árið 1983 var enginn undantekning og reyndar var árið 1983 þannig að ALLUR landaður afli sem kom á land á Húsavík fór allur í gegnum FH.
Gríðarlega mikil skjöl
og skjölin sem ég fór í gegnum voru enginn smásmíði. þau voru alls 956 bara frá þessu eina fyrirtæki,
til samanburðar má nefna að ÚA á akureyri var aðeins með um 200 skjöl og Bæjarútgerð Reykjavíkur var aðeins með um 500 skjöl.
Mjög mikil bátafiskur kom á land árið 1983 til Húsavíkur því mjörg margar trillur lönduðu þar afla.
Yfir tíu þúsund tonn
Alls komu á land árið 1983 til FH um 11300 tonn, eða rúm 11 þúsund tonn.
inní þeirri tölu eru afli frá tveimur togurum
þeim Júlíus Havsteen ÞH og Kolbeinsey ÞH. samtals af þessum skipum um 5300 tonn.
Rækja
líka þá var landað rækju til FH eða samtals 296 tonn
og var Kristbjörg ÞH með' 105 tonn og Sæborg ÞH með 106 tonn,
það má geta þess að Sæborg ÞH réri á rækju frá júlí og fram í desember,
Síld
Síld var smá landað. Dagfari ÞH kom með 115 tonn af síld í einni löndun
og Geiri Péturs ÞH 126 tonn af síld í 2
Sigþór ÞH var á grálúðulínu um sumarið og gekk ansi vel. var með um 400 tonn af grálúðu samtals
Bátarnir
Björg Jónsdóttir ÞH var aflahæsti báturinn með 550 tonn , Skálaberg ÞH 476 tonn, Kristbjörg ÞH 500 tonn rækjan inní því
Sæborg ÞH 430 tonn, rækja inní því,
Stóru Bátarnir
Stóru bátarnir þá var Sigþór ÞH með 760 tonn og Geiri Péturs ÞH 922 tonn, Geiri Péturs ÞH var á trollveiðum um sumarið og fiskaði mjög vel. komst mest með 76 tonn í land í einni löndun
Smábátarnir
af smábátunum sem voru gríðarlega margir
þá var Gosi ÞH með 42 tonn
Haförn ÞH 59 tonn
Sólveig ÞH 79 tonn mest í net
Þórður ÞH 58 tonn
Vinur ÞH 71 tonn
Vilborg ÞH 69 tonn
Vargsnes ÞH 46 tonn
Lagnet
12 minni bátar fóru í september á síldveiðar í Lagnet og lönduðu alls 104 tonnum af síld. aflahæstur var Fanney ÞH með 55 tonn og Ásgeir ÞH 27 tonn.
Síldveiðar í lagnet þekkjast ekki núna árið 2019, enda mega bara uppsjávarskipin veiða síld enginn annar
semsé stórt ár hjá FH með yfir 11 þúsund tonn afla og eins og sést mjög fjölbreytt vinnsla, allar tegundir af fiski, og síld og rækja að auki.+
Kolbeinsey ÞH Mynd Hafþór Hreiðarsson
Geiri Péturs ÞH mynd Hafþór Hreiðarsson
Björg Jónsdóttir ÞH mynd Ingólfur Árnasson
Sólveig ÞH mynd Rikki R