Strandaferð. bryggjulíf á afskekktum stað,,2017
það er alvega sama hvar ég er staddur í heiminum ég gef mér alltaf tíma til þess að skrifa á aflafrettir. ég hef skrifað á síðuna frá öllum stöðum á landinu. portúgal. danmörku. þýskalandi, póllandi, spáni, frakklandi. hollandi, og um borð í norrænu,
núna er ég staddur á tjaldstæðinu hjá Urðartindi sem er á Norðurfirði á ströndum enn strandir eru að mínu mati einn af fallegri stöðum á landinu. sérstaklega eins og á degi eins og þessum.
svo núna ætla ég aðeins að breyta útaf og henda nokkrum myndum frá þessum svæði og byrjar á stað sem þið kannist við og heitir Drangsnes. enn þetta er lítill bær enn höfnin þar sem að bátarnir liggja yfir nótt er ekki á sama stað og Drangsnes bærinn er sjálfur. síðan kemur mynd frá Norðurfirði og krossaneslaug í þessari veðurblíðu sem er búinn að vera í dag
Sigurey ST sérútbúinn á Kræklingalínu
Drangsnes . Sundhani ST þarna við bryggju og Grímsey þarna í bakgrunni.
Höfnin á Norðurfirði. og þessi trukkur þurfti svo að þræða vegina þaðan og alla leið til Hólmavíkur.
Krossaneslaug. ein af perlum landsins. frábær sundlaug
Þarna í fjarska er Gjögur. tekið frá Felli. Myndi Gísli Reynisson