Strandveiðin heldur áfram

jæja það fór þá þannig að aflaheimildir til strandveiðar voru auknar 
Afla­heim­ild­ir til strand­veiða hafa verið aukn­ar og eru nú 11.820 tonn á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári. 

Með þess­um aðgerðum tekst að fram­lengja strand­veiðitíma­bilið, sem að óbreyttu hefði stöðvast í þess­um mánuði. 

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um aukn­ar afla­heim­ild­ir til strand­veiða. 

Sam­kvæmt frétt á heimasíðu Stjórn­ar­ráðsins hef­ur þeim bát­um er stunda strand­veiðar fjölgað mikið í sum­ar og allt út­lit var fyr­ir að

 veiðar myndu stöðvast fyr­ir lok tíma­bils, sem sam­kvæmt lög­um er út ág­úst.

Úthlut­un ráðherra er bygg­ir á lög­um um stjórn fisk­veiða en sam­kvæmt þeim er 5,3% af

 heild­arafla í hverri fiski­teg­und dregið af leyfi­leg­um heild­arafla m.a. til að mæta áföll­um, til stuðnings byggðarlög­um og til strand­veiða.

Áður hafði ráðherra út­hlutað 11.100 tonn­um, sem er sama magn og á síðasta fisk­veiðiári

. Með þess­ari auka­út­hlut­un hef­ur afla­mark strand­veiða aldrei verið meira frá því þær hóf­ust árið 2009. Tveir strandveiðibátar.  Mynd Guðmundur St Valdimarsson