Strandveiðitímabilið búið 21.júlí

Ansi vel hefur gegnið á strandveiðunum núna á þessari vertíð.


enn bátafjöldinn er vægast sagt ansi stór og mikill. um 660 bátar hafa verið á strandveiðum í ár og langmestur hluti af þeim flota

hefur verið á svæði A, sem er snæfellsnes og Vestfirðir.

afli á öðrum svæðum hefur verið helst góður á svæði D sem er frá Hornafirði og að Akranesi,  þar eru stærstu hafnirnar Hornafjörður og Sandgerði,

reyndar á svæði D þá er langmest um ufsa í afla bátanna enda eru aflahæstu strandveiðibátarnir á landinu á svæði D

Dögg SF og Nökkvi ÁR, 

Aftur á móti þá hefur svæði C  orðið frekar illa útúr þessu því að veiðin þar ætti í raun að byrja núna og vera góð út ágúst

en núna er það semsé stoppað.

enn hvað verður þá um alla þessa 660 báta.

jú eihhverjir bátanna munu fara á færaveiðar og munu þá leigja kvóta.  

ennþá eru eftir um 13 þúsund tonn af þorski óveidd.

792 tonn af ýsu og síðan er gríðarlega mikill ufsakvóti eftir

eða rúm 33 þúsund tonn af ufsa.

Ufsinn hefur helst verið að gefa sig ´á svæðinu frá Hornafirði og að Garðskagavita og ansi margir bátar bæði frá Hornafirði og Sandgerði/ Grindavík hafa verið á ufsaveiðum

og gengið mjög vel,

Ekki eru margir bátar sem hafa hætt strandveiðum , en einn af þeim var Sara ÍS sem hætti strandveiðum og kom suður til Sandgerðis og fór beint á ufsann,

óhætt er að segja að sú ákvörðun hefur verið rétt því Sara GK hefur fengið 20 tonn í aðeins 4 róðrum og mest rúm 6 tonn í einni löndun,

Verð á ufsa á fiskmörkuðum er nokkuð gott eða um 150 krónur á kílóið og leiguverð á ufsakvóta er frekar lágt eða um 20 til 30 krónur á kílóið


Sara ÍS mynd Magnús Jónsson