Sturla GK endalokin nálgast
Og sífellt fækkar í flotanum af gömlum miklum aflaskipum sem hafa í gegnum árin skapað
gríðarlegar miklar tekjur inní okkar efnahagskerfi.
Einn af þeim bátum og það er óhætt að segja að þessi bátur hafi átt mjög fengsæl ár alla sína tíð hérna á íslandi,
er línubáturinn Sturla GK, lengst af þá hét þessi bátur Guðmundur RE og síðan Guðmundur VE.
Þegar þetta er skrifað þá er Sturla GK kominn inn á Eystrasaltið og er að sigla fram Svíðþjóð á leið sinni til Litháen
þar sem að báturinn fer í brotajárn,
Sturla GK eða Guðmundur RE var smíðaður hjá Karmsund Verft og Mek AS á Karmöy í Noregi árið 1967, upprunalega hét báturinn
Senior B-33-B en var keyptur til Íslands árið 1972 og þá hét hann Senior H 033.
Þegar að báturinn var keyptur til íslands í október árið 1972 og hafði þá arið 1970 verið lengdur um 6 metra.
Um borð í bátnum var MAK vél sem er um 1100 hestöfl og þessi vél er ennþá í bátnum núna undir meðan Sturla GK siglir sína hinstu för.
Hrólfur Gunnarsson var fyrsti skipstjórinn á bátnum .
Aflatölur
Fyrstu aflatölur um bátinn má sjá árið 1972, ennþá fór báturinn beint á síld og landaði þá alls 336 tonnum í 3 róðrum
Árið eftir 1973, þá var strax tekið á því, báturinn var þá reyndar ekki orðin yfirbyggður enn náði samt sem áður að fiska 20 þúsund tonn af síld
og loðnu. mest kom báturinn með 715 tonn í einni löndun til Vopnafjarðar 18. mars árið 1973.
1974 þá var Guðmundur RE yfirbyggður og þá jókst líka burðargetan hjá bátnum ansi mikið, því fullfermi var þá vel yfir 900 tonn.
Loðnubannið
árið 1982 þá var sett á loðnubann og það bann stóð út allt árið 1982 og alveg fram á haust árið 1983.
Guðmundur RE stundaði þá meðal annars netaveiðar um vertíðina enn fiskaði nú ekkert ógurlega, aðeins 159 tonn í 28 róðrum sem
landað var í Vestmannaeyjum, þetta var árið 1983, árið 1982 þá var báturinn líka á netaveiðum yfir vertíðina,
enn fiskaði ekki nein ósköp, aðeins 214 tonn í 18 róðrum, þar af 160 tonn í mars í 7 róðrum. þessum afla landaði báturinn í Keflavík
Báturinn hóf loðnuveiðar strax og þegar þær máttu hefjast aftur og fyrsta loðnulöndun bátsins var 8 nóvember í vestmannaeyjum 277 tonn,
1995
Ef við færum okkur nær, þá má nefna að árið 1995
þá landaði Guðmundur VE alls 23 þúsund tonnum af loðnu, langmest í Vestmannaeyjum og kom mest með 975 tonn í einni löndun
Báturinn stundaði nótaveiðar alla sína tíð þegar hann var á síld og loðnu og síðasta löndun bátsins var árið 2003 í vestmannaeyjum
þegar að báturinn landaði 845 tonnum í einni löndun og þar með lauk nótaúthaldi bátsins sem hafði svo til staðið
síðan að báturinn var smíðaður árið' 1967.
2004
Báturinn var seldur til Grindavíkur árið 2004 þar sem hann var strax sendur í breytingar í að breyta honum í línubát.
og fékk hann þá nafnið Sturla GK 24.
Fyrsta löndun bátsins á línu var í byrjun september árið 2004 í Grindavík, reyndar ekki stór löndun aðeins 35 tonn.
Sigling
Það þekkist ekki núna að bátar sigli með aflann.
og því síður að línubátar sigli með aflann,
en þó gerðist það árið 2009. því þá fór Sturla GK til Grimsby í Bretlandi og seldi þar 133 tonna afla, og vakti þessi sala ansi mikla athygli
því þá voru 9 ár síðan að íslensk skip hafði silgt og selt aflan á fiskmarkaði erlendis.
ÞEss má geta að Þorbjörn Ehf lét alla línubátanna sína sigla erlendis árið 2009 með fisk til sölu.
Endalokinn
Síðasta löndun bátsins var í Grindavík núna í apríl árið 2020, en þá kom báturinn með 84 tonn af fiski.
Endalokinn blasa við þessum fengsæla báti, sem í gegnum tíðina var alltaf við toppinn og jafnvel aflahæstur hvort
sem talað var um línubátanna eða nótabátanna.
sem loðnubátur þá var Guðmundur RE /VE oft með aflahæstu bátum á loðnu.
Mögnuð byrjun á fyrsta heila útgerðarárinu
og má nefna að árið 1973 sem minnst var á þarna að ofan þá varð Guðmundur RE aflahæstur allra báta og togara á Íslandi með yfir
20 þúsund tonna afla og næstur á eftir kom Eldborg GK með 16 þúsund tonn og Gísli Árni RE með 14 þúsund tonn
Heldur betur magnað að nýtt skip hafi verið aflahæst á sínu fyrsta heila útgerðarári.
En hvað hefur báturinn þá landað miklu magni á ÍSlandi?
því get ég ekki svarað strax, því ég hef ekki tekið það saman, kemur í ljós .
Guðmundur VE mynd Gísli Aðalsteinn Jónsson
Guðmundur RE með fullfermi af loðnu, mynd af facebook síðu Guðmundar VE
Sturla GK mynd Vigfús Markússon
Forsíða Ægis árið 1973 þegar fjallað var um Guðmund RE. svona leit hann út í byrjun