Stuttu túrarnir hjá Páli Pálssyni ÍS, 760 tonn á land

Þá er lokalistinn fyrir togaranna í janúar árið 2024 kominn hingað á Aflafrettir.is


og á toppnum þá er Björgúlfur EA

enn togarinn sem er í öðru sætinu vakti heldur betur athygli mína.

en það var togarinn Páll Pálsson ÍS frá Ísafirði.

Togarinn endaði í öðru sætinu, þrátt fyrir það að hafa aðeins landað mest 113 tonnum í einni löndun.  

sem sé enginn fullfermis túr hjá togarnum, en aftur á móti þá voru landanir togarans eftirtektaverðar margar

því þær voru alls 10.

Stuttir túrar algengir 
Það er reyndar ekkert nýtt að togarar frá Vestfjörðum landi oft í janúar, og í gegnum aflatölu grúsk mitt 

þá hef ég séð að að á árunum frá sirka 1978 og alveg fram yfir 1990, þá var þetta mjög algengt að ÍS togarar, ( t.d Dagrún ÍS , Bessi ÍS,  Páll Pálsson ÍS gamli,  Guðbjartur ÍS, Elín Þorbjarnardóttir ÍS, Framnes ÍS og Gyllir ÍS svo dæmi séu tekinn)

að oft í janúar þá lönduðu þessir ÍS togarar oft upp undir 10 landanir í janúar, og var það þá iðulega útaf brælu, eða þá mokveiði

og nefna má að oft voru það þessir stuttu túrar togaranna sem gerðu það að verkum að ÍS togarar 

voru oft á tíðum með aflahæstu togurunum á mánuði eða þá yfir heilt ár, eins og t.d árið 1981 þegar að Dagrún ÍS endaði aflahæstur allra togara á landinu.

Páll Pálsson ÍS árið 2024
og það má segja að það sem áhöfnin á Páli Pálssyni ÍS gerði núna í janúar hafi verið sambland af þessum tveimur, 

skotist út á milli lægða og verið í mokveiði, enn togarinn var að mestu á veiðum á miðunum utan við Vestfirðina í janúar.

ég tók saman landanir togarans í janúar og áætlaði lengd hvers túrs

hjá Páli Pálssyni ÍS og eins og sést þá meðalaflinn á dag iðulega í kringum þetta 30 til 35 tonn 

Dagur Afli Fjöldi daga tonn per dag
2 79.0

4 38.7 1 38.6
8 90.6 3 30.2
11 73.7 2 36.9
15 113.6 3 37.9
18 61.5 2 30.8
22 77.4 3 25.8
25 75.3 2 37.8
29 95.5 3 31.8
31 54.7 2 27.3

Páll Pálsson ÍS mynd Skipasýn