Styrktarróður Elleyjar EA útaf Miðgarðakirkju í Grímsey

Fyrir um einu ári síðan þá var mikill eldur sem kom upp í Miðgarðakirkju í Grímsey og það mikill að kirkjan brann alveg og varð ónýt eftir brunann,


Kirkjan var byggð árið 1867 en var endurbyggð árið 1932.

Bruninn á kirkjunni var mikið áfall fyrir íbúa Grímseyjar, en þeir voru ákveðnir í  því að endurbyggja kirkjuna. 

en það er dýrt á áætlað er að það kosti yfir 100 milljónir króna að smíða kirkjuna, en í raun þarf að byggja alveg nýja kirkju.

Tryggingarbætur voru um 30 milljónir króna og stjórnarráðið styrkti framkvæmdina um 20 milljónir króna,

ýmsir aðila hafa komið með styrki í verkefnið,

og einn af þeim sem kom með styrk var Vilhjálmur Ólafsson og Sæmundur Ólason , en þeir fóru út á bátnum Elley EA 250 á handfæri

og var búið að ákveða að allur hagnaður af róðrinum myndi renna í söfnunarreiking Kirkjunnar. 

Báturinn var kvótalaus og en ansi margir aðila gáfu kvóta í verkefnið,

Báturinn kom í land með 3,5 tonn af fiski, og af því þá var þorskur um 2,9 tonn og ufsi rest.

SEldur afli var alls rúmar 2 milljónir króna.  55 þúsund krónur fóru í veiðigjald.  
Vsk var 199 þúsund krónur
Gjöld og 20% skattar af tekjum vorum samtals 527 þúsund krónur,

Alls voru því greidd inná reiking kirkjunnar samtals 1,227,825 krónur eða rúmar 1,2 milljónir króna,

Nokkuð margir aðilar gáfu styrk í þetta verkefni,
Ags ehf gaf 100 kr af þorskvóta
Sæbjörg ehf gaf 500 kg af ufsakvóta
Stekkjavík gaf 97 kg af þorskvóta
t.d Einarhamar ehf í Grindavík gaf 500 kg af þorskkvóta
Flugalda á Suðureyri sem gerir út Hrefnu ÍS 200 kg af þorskvóta
Sædís EA 100 kg af þorskkvóta
Vinnslustöðin 500 kg af þorskkvóta
Stakkavík 400 kg af þorskkvóta
Þorbjörn 500 kg af þorskvóta og auk þess 500 þúsund krónur í peningum 

og N1 gaf alla olíuna í verkefnið.

Elley EA, áður Elley EA mynd Gísli Reynisson 



Miðgarðakirkja brunnin


Miðgarðakirkja, Mynd Svavar Gylfason


Endurbygging kirkjunnar,