Styrktarróður fyrir Miðgarðskirkju á Elley EA

núna er mikið um það að fólk sé að hlaupa og styrkja ýmislegt með því að hlaupa.


ekki eru þó allir fyrir hlaup og þar á meðal sá sem þetta skrifar, ég Gísli.  

Vilhjálmur Ólafsson í Grímsey ætlar sér ekki að hlaupa enn hann ætlar að gera þetta hérna.

FRÁ GRÍMSEY TIL MIÐGARÐS UM BIFRÖSTINA EF HEIMDALLUR LEYFIR FÖR.
Ég hef hlaupið hálft maraþon tvisvar og veit hve mikið margir eru að leggja á sig til að klára það.

Nú hef ég ekki tök á því að hlaupa í ár en mig langar til að gera annað sem má líkja við heilt maraþon.

Ég ætla að fara í færaróður héðan frá Grímsey á sunnudaginn og hálfan mánudag ef veður leyfir.

Landa, ef ég fæ eitthvað, í ferjuna

Þann þorskafla sem ég fæ, að frádregnum uppboðskostnaði, ætla ég að láta renna til Miðgarðakirkju.

Ufsaafla ef einhver verður nota ég til að greiða olíu.

Ég á ekki þorskkvóta fyrir þessu þannig að ég ætla að skora á þá félaga mína sem eru aflögufærir að heita á verkefnið.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Mig langar til að láta gott af mér leiða og heiti á Lofn og Njörð að vel veiðist.
Ég heiti þannig á alla góða vætti Miðgarði til heilla.


Elley EA mynd Jón páll Ásgeirsson þarna á myndinni hét báturinn Elley GK