Styttist í Storm HF 294, fyrsta línubátinn í 20 ár,2017

Línubáta floti íslendina samanstendur  mestmegnis af eldri loðnubátum sem búið er að breyta yfir í línubáta.


Nýsmíði á línubátum hefur svo til verið enginn síðan að Tjaldur SH og Tjaldur II SH komu fyrir um 20 árum síðan.  þeir bátar voru smíðaðir sérstaklega sem línubátar og reyndar var Tjaldur II SH seldur úr landi enn kom síðan aftur til landsins og heitir í dag Örvar SH.

Núna verður breyting á þessu, því að í Póllandi hefur undanfarin tæp 2 ár verið ansi mikið og merkilegt verkefni í gangi.  

Útgerðarfélagið Stormur ehf er nefnilega búið að vera að láta breyta skrokk sem  var keyptur frá Nýfundalandi úr togbáti og yfir í fullkominn línu og netabát

Sá skrokkur var ekki nema um 23 metrar að lengd og var hannað sem togbátur.  var hann kallaður til að byrja með lurkurinn ljótasti bátur í heimi, enn seinna meir var hann bara kallaður lurkurinn og núna þá STormur.  enda er báturinn orðin glæsilegur.  segja má að þessar miklu breytingar séu þannig að um algjöra nýsmíði sé að ræða

Í Gdansk í Póllandi var þessi litli skrokkur tekinn og heldur betur hrist upp í honum.  Allt var tekið innan úr skrokknum og brúin var rifin af og síðan var hafist handa við að smíða,

fyrst var skrokkurinn lengdur um 22 metra og er  það íslandsmet í mestri lengingu á báti.  Gamla metið átti Eyborg EA sem var lengd um 19 metra.

í dag er báturinn orðin ansi glæsilegur og komið er nafn á bátinn.  STormur HF 294 og er báturinn kominn með skipaskrárnúmer 2926.

Axel Jónsson verður skipstjóri á bátnum.

Þessi bátur verður fyrsti línubáturinn sem er smíðaður fyrir íslendinga sem tekur línuna í gegnum brunn eins og Anna EA gerir.  er því báturinn með öllu lokaður.

STormur HF er hannaður til veiða bæði í net og línu og um borð í honum er Mustad línukerfi 50.000 króka

báturinn er nokkuð sérstakur því það er ekki díselvél sem knýr bátinn áfram heldur sjá þrjár 632 hestafla CAT vélar um að framleiða rafmagn fyrir rafmagnsmótór sem knýr skrúfuna.   sá mótor er gríðarlega stór eða 1000 hestöfl.

hliðarskrúfa er 272 hestafla

Um bátinn
báturinn er 45 metrar á lengd og 9,2 metrar á breidd

Lestin í honum er bæði fyrsti og íslest.  sem frystilest þá tekur hún hum 350 til 410 tonn í lest

enn í ísfiski þá tekur lestin um 140 tonn í lest eða 456 kör í lest

beituklefinn tekur 30 tonn

um borð er Delotek dráttarkerfi sama og í Loran frá Noregi,

Eldsneyti 130 tonn
Vatn 100 tonn

14 klefar fyrir 20 manns allir með salerni , sjónvarpi og ísskáp

og svo til þæginda.  sauna klefi og þreksalur,

Verður báturinn gerður út?
Útgerðarfélagið Stormur á núna bátinn Birtu KE ( sknr 1927) og á honum er allur kvótinn geymdur.  þetta eru um 1337 þorskígildistonn,

Reyndar er svo spurning hvað verður um bátinn því að hann er á söluskrá enn samkvæmt heimildum Aflafretta þá er horft á þennan kvóta 1337 að hann sé ekki nægur til þess að gera út bátinn alla mánuði ársins.  

Hérna að neða má svo sjá að nokkrum smíðasögu bátsins,


STormur HF 294


Svona leit hann út í byrjun.  ótrúlegt að þetta sé sami báturinn



litur kominn á bátinn og unnið við veltitank , vantar mastur,


Ekki er hann nú fallegur þarna.  



22 metra búturinn sem var settur inní 




Brúin með skjám sem eru settir á festingar sem voru sérsmíðaðar fyrir þá og hægt er að hækka upp skjánna og lækka
Allar myndir af Fb síðu storms