Sunna Líf GK fyrir og eftir breytingar,2019
Það eru ekki margir bátar frá Suðurnesjunum sem eiga sér orðið meira enn 20 ára útgerðarsögu núna, því miklar breytingar hafa verið í gangi í útgerð þaðan og bátunum fækkað mikið,
þó er þarna bátur gerður út sem heitir Sunna Líf GK og hefur þessi bátur verið gerður út frá Keflavík og Sandgerði síðan árið 1997.
Aðalveiðarfærið hjá bátnum þessi 22 ár hefur alltaf verið netin
Sunna Líf KE var smíðaður á skagaströnd og er einn af nokkrum plastbátum sem voru smíðaðir þar. t.d er annar bátur í Sandgerði sem
er skagastrandabátur og er það Ragnar Alfreðs GK,
Hábjörg ehf sem á og gerir út Sunnu Líf GK lét breyta bátnum ansi mikið núna veturinn, vat aftur endaum á bátnum breytt ansi mikið og það á nokkuð sérstakan hátt,
Sólplast í Sandgerði hafði haft inná lóðinni sinni flakið af Sigurvini GK sem strandaði í innsiglingunni til Grindavíkur í janúar árið 2004, mannbjörg varð,,
enn Sigurvin GK skemmdist mikið en þó var afturendinn á bátnum nokkuð heillegur,
þannig að Valur skipstjóri á Sunnu Líf GK og eigandi af bátnum ákvað að láta Sólplast í Sandgerði,
skera afturendann af Sigurvin GK , og skera afturendann af Sunnu Líf GK
setja afturendann á Sigurvin GK aftan á Sunnu Líf GK, og eins og sést á myndum að neðan þá er munurinn ansi mikill á bátnum.
við þetta þá stækkaði báturinn aðeins og er núna orðinn um 16 tonn og um 12,18 metra langur. báturinn lengdist um tæpan metra,
Valur sagði í smá spjalli við Aflafrettir að báturinn væri orðinn mun betri sjóbátur og fengu mun meira dekkpláss auk þess sem að lestinn stækkaði nokkuð
Myndir Gísli reynisson
Sunna Líf KE mynd Vigfús Markússon