Sunnutindur SU 95,2018
Ég var staddur á Djúpavogi 24.apríl og sat inná á veitingastaðnum Við Voginn, og vegna þess að ég er kominn með ansi öfluga myndavél þá gat ég tekið myndir af 3 bátum sem voru að koma inn þarna og hérna er sá fyrsti.
Sunnutindur SU var að fiska vel enn hann kom í land með tæp 10 tonn eða 9929 kíló. þorskur af því var 9,2 tonn óslægt. til kvóta af því fóru 6,7 tonn og 1 tonn í línuívilnum,
Myndir Gísli Reynisson