Sveinn Jónsson KE fiskaði alltaf vel, 1982

Þegar horft er yfir togaraflóru íslendinga og hugsað um togara sem hafa afla mikið um vel um árabil  þá koma iðulega upp sömu nöfnin.  t.d Guðbjörg ÍS,  Kaldbakur EA, Harðbakur EA, Dagrún ÍS, Ásbjörn RE og  Ottó N Þorláksson RE svo einhver nöfn séu nefnd.



í Sandgerði var í mörg ár gerður út togarinn SVeinn Jónsson KE sem síðar varð Sveinn Jónsson GK, og var hann gerður út af Miðnesi HF í Sandgerði.

Sveinn Jónsson KE var mikill aflatogari og á alveg skilið að vera í hópi með þessum miklu aflaskipum sem að ofan eru nefndir.

Árið 1982 þá fiskaði togarinn mjög vel og fór yfir 5 þúsund tonna heildarafla það ár.  

Stór Apríl mánuður
Apríl mánuður var stærsti mánuðurinn hjá Sveini Jónssyni KE og við skulum aðeins kíkja á hann,

Sveinn Jónsson KE kom fyrst snemma í apríl með 143,3 tonn þar sem að uppistaðan var karfi .

Risalöndun eftir 7 daga á veiðum 
SVeinn Jónsson KE var ekki stór togari enn þrátt enn áhöfninni á togarnum tókst heldur betur að kjaftfylla togarann,
Kom Sveinn Jónsson KE með 198 tonn í land eftir 7 daga á veiðum og gerir það um 28 tonn á dag.  er þetta ótrúlega mikill afli í einni löndun á togarnum ,

Næsti túr var líka mjög góður,  175 tonn eftir 8 daga á veiðum eða 22 tonn á dag.

síðasti túrinn var líka góður.  154,4 tonn eftir 6 daga á veiðum sem gerir 26 tonn á dag.  

Alls gerði því Apríl mánuður árið 1982 
671 tonn í fjórum löndunum eða 168 tonn í löndun 


SVeinn Jónsson KE Mynd Einar Hálfdánsson