Systurbátarnir Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK

Það var var mikið fjör í Hafnarfirði í júlí árið 2001 þegar að 9 samskonar bátar komu alla leið frá Kína en fljótlega þá fór að bera á göllum í bátunum 


t.d voru glussakerfin og rafmagn í mörgum bátanna gölluð eða ónýt , en hægt og rólega þá það lagað enn bátunum fækkaði

því af þessum 9 bátum þá t.d voru sumir seldir strax í burtu og réru aldrei.

núna árið 2021 þá eru eftir 6 bátar  og af þeím þá eru 4 í útgerð.

Guðbjörg GK liggur í Grindavík og FAxaborg SH er í slipp í Njarðvík,

þeir tveir bátar eru einu bátarnir sem búið er að byggja yfir.  hinir eru dragnótabátar.  

Gunnar Bjarnason SH.  Matthías SH og síðan Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK,

síðastnefndu tveir bátanna eru í eigu Nesfisks og hafa undanfarin ár átt ansi góð ár á dragnótaveiðunum ,

það var stutt á milli þeirra tveggja þegar þeir komu til Sandgerðis núna í apríl Siggi Bjarna GK var með um 19 tonn og hafði því landað 

80 tonnum í 4 róðrum,  Benni Sæm GK var með um 15 tonn og hafði því landað 88 tonnum í apríl í 4 róðrum,

Myndband var tekið af þeim koma til hafnar







Myndir og myndband Gísli Reynisson