tæp 3 þúsund tonn kominn á land,2016

Frá því að nokkrir bátar frá Bolungarvík hófu að stunda dragnótaveiðar í maí á þessu ári í Aðalvík þá hafa þessir bátar verið í mokveiði í allt sumar.  


aðalega hafa þrír bátar verið á þessum veiðum og hafa verið atkvæðamestir.  Egill ÍS , Finnbjörn ÍS og ÁSdís ÍS.  Reyndar dró Egill ÍS sig aðeins útúr þessu og var ekki veið veiðar í nokkrar vikur núna í ágúst,

hinir tveir hafa haldið áfram og veiðin hjá þeim verið ævintýraleg.

núna t.d í ágúst þá eru bæði Finnbjörn ÍS og Ásdís ÍS komnir yfir 300 tonna mánaðarafla og ágúst er ekki búinn,

þegar þetta er skrifað þá er Ásdís ÍS kominn í 315 tonn í 16 róðrum og mest 27 tonn og Finnbjörn ÍS 304 tonn í 16 róðrum og mest 32 tonn í róðri.

frá því að þessir bátar hófu veiðar þarna í maí þá hefur veiðin eins og segir verið algjört ævintýri.    ef aflinn hjá þessum þremur bátum er skoðaður þá lítur hann svona út

Egill ÍS er komin með 753 tonn í 59 róðrum eða 12,8 tonn í róðri

Finnbjörn ÍS er með 931 tonn í 55 róðrum eða 16,9 tonn í róðri

Ásdís ÍS er komin með 979 tonn í 58 róðrum eða 16,8 tonn í róðri.

það að hafa yfir 16 tonn í róðri að meðaltali er rosalegur afli og það á bátum sem eru ekki stærri enn þessir tveir eru .  ÁSdís ÍS og Finnbjörn ÍS .
Samtals hafa því þessir þrír bátar landað núna síðan í maí alls 2663 tonnum.  

Finnbjörn ÍS mynd Elli Bjössi

Ásdís ÍS Mynd Jón Þorgeir Einarsson


Egill ÍS Mynd Þóroddur Sævar Guðlaugsson