tæp 90 þúsund tonn á 10 árum. Kleifaberg RE,,2017

Eftir að Mánaberg ÓF fór úr íslenska togaraflotanum þá er eftir að Kleifaberg RE er elsti togarinn sem er gerður út við íslandstrendur.  smíðaður árið 1974,  Mánaberg ÓF var smíðað árið 1972.


10 Ára afmæli
núna í apríl þá fagnaði áhöfninn á Kleifaberginu RE að hafa verið  í útgerð fyrir Brim ehf í alls 10 ár.  Brim keypti skipið árið 2007 og var fyrsta löndun skipsins 25 apríl það ár.

Skipið hefur verið ákaflega fengsælt og þar um borð er Víðir Jónsson aðalskiskipstjórinn. Á móti honum eru Árni Gunnólfsson og Sæmundur Árnason.

um borð í Kleifaberginu ÓF er einvalalið og hefur áhöfnin náð að afkasta um 92 tonnum af frystum afurðum á einum degi í barnetshafinu.  

10 ára afli
á þessum 10 árum fyrir Brim ehf þá hefur togarinn landað alls 88 þúsund tonnum í 169 löndunum.  það gerir um 522 tonn í löndun. 
Svo til allur þessi afli er bolfiskur nema að um 692 tonn eru makríll.  

Kleifaberg ÓF hefur landað langmestu hluta af aflannum í Reykjavík.  þar á eftir kemur afli landaðir í Noregi.  og þá er helst landað í Tromsö. tæpum 8 þúsund tonnum hefur verið landað í Noregi.
Auk þess þá hefur togarinn landað afla í Hafnarfirði.  Ísafirði,  Grundarfirði,  Siglufirði, Akureyri og Eskifirði

óhætt er að segja að enginn íslensku togari hafi landað jafn miklu magni af bolfiski fyrir útgerð sína á 10 ára ferli.  

Aflaverðmæti
áætlað aflaverðmæti þessi 10 ár er um 24 milljarðar króna,

Minni svo á bókina um Ásbjörn RE sem fæst í Eymundsson og í síma 7743616


Kleifaberg RE mynd Vigfús Markússon