tæplega 1300 tonna löndun hjá Holmöy,,2017
Í Noregi er ansi mikið um nýlega togara og einn af þessum togurum sem mætti kalla nýlega eða nýja er frystittogarinn Holmöy N-50-SO.
Þessi togari var smíðaður árið 2016 og er 69,7 metra langur og með 7300 hestafla vél.
togarinn kom til Myre sem er í Norður Noregi núna fyrir nokkrum dögum síðan með skipið smekkfullt.
því um borð voru alls 1270 tonn sem fengust eftir 25 daga á veiðum. þetta gerir um 51 tonn á dag.
í þessum afla þá voru 151 tonn af ufsa. 408 tonn af ýsu og 697 tonn af þorski,
Holmöy mynd Frode Adolfsen