Tasermiut með yfir 10.000 tonna afla árið 2025
Núna eru allar aflatölur um alla báta á ÍSlandi fyrir árið 2025 komnar til mín
og fer ég að vinna úr þeim og birta þær næstu vikur.
áður enn ég byrja á því þá er rétt að skoða einn togara sem reyndar er ekki Íslenskur, en landaði öllum sínum afla á ÍSlandi árið 2025.
við Grænland hafa þónokkrir togarar, grænlenskir, Færeyskir og Norskir verið á veiðum og hafa verið
að veiða að mestu þorsk, rækju og grálúðu.
Tasermiut
einn af þeim togurum sem veiddi allt árið 2025 þarna á miðunum við Grænland og landaði öllum sínum afla á Íslandi
var togarinn Tasermiut
Tasermiut var smíðaður árið 2001, og er 66 metra langur og 15 metra breiður. Togarinn var keyptur til Íslands árið 2023
og fékk nafnið Þerney RE 3, en togarinn fór aldrei á veiðar undir því nafni, og var svo seldur til Grænlands, en þaðan
hafði togarinn verið keyptur og hét togarinn í Grænlandi Tuukaq. togarinn fékk þar nafnið Tasermiut
Heildarafli árið 2025 yfir tíu þúsund tonn
Árið 2025 var vægast sagt mjög gott fyrir togarann því að aflinn á skipinu
fór yfir 10 þúsund tonn, eða samtals 12429 tonn í 17 löndunum
sem gerir 731 tonn í löndun.
Mokveiði, 76 tonn á dag
Mokveiði var hjá togaranum í apríl því þá kom togarinn tvisvar til Reykjavíkur og landaði samtals 2087 tonnum.
og af þessum afla þá var þorskur 2013 tonn
og fyrri löndunin hjá Tasermiut var ansi stór 1222,6 tonn eftir aðeins 18 daga höfn í höfn. Siglinginn á miðin við Austu-Grænland er um 20 klukkutímar
og veiðidagar voru því aðeins 16 og það gerir 76 tonn á dag sem er alger mokveiði,
í næsta túr sem var aðeins 15 veiðidagar, þá kom togarinn með 865 tonn í land og það er um 58 tonn á dag.
Togarinn er nú við veiðar við Grænland

Tasermiut Mynd Dennis flath