Teiknuðu Lógó AF með línu, Beta GK.
Núna árið 2020 á tímum mikillar tæknivæðingar þá er hægt að fylgjast bátum og flugvélum heima í stofu því
bæði þessi tæki skilja eftir sig trakk eða Track sem hægt er að fylgjast með
mjög þekkt er þegar að flugvélar búa til einhver lógó eða merki og þannig sést það
aftur á móti þá hafa bátar ekki eins mikið get af því
nema þangað til núna
áhöfnin á Betu GK frá Sandgerði hafa doldið gaman af því að " teikna" og hafa lagt línuna í munstrum
þeir spurðu um daginn hvort einhver hefði hugmynd um fyrir þá að gera lógó
og ég henti á þeim að gera merki aflafretta sem er AF.
bjóst jú ekkert við þeir myndu gera það,
enn jú ansi magnað, þeim tókst að leggja 11 sjómílna langa línu sem er um 18 kílómetra löng í merki sem er eins og merki Aflafretta
AF, þeir lögðu línuna útaf Héðinsfirði fyrir norðan og alveg örugglega mun fiskast vel á AF.
sjá myndir hérna að neðan
Lógó Aflafretta til hægri og trakkið af línunni sem lögð var . tekið um borð í Betu GK
Lógo aflafretta
Myndir frá Marinetraffic sem sýna lógóið
Beta GK mynd Gísli Reynisson