Tenholmskjær 24 tonna bátur á síld og makríl,2015

Er áfram að skoða norku skipaskránna og búa mér til smá gagnagrunn sem ég mun jafnvel getað notað í náinni framtíð.


Var búinn að sýna ykkur bátinn Korsnesfisk

Hérna er annar  bátur sem vekur nokkra athygli mína,

Þessi bátur er nú ekki stór enn er samt með ágætis makríl og síldarkvóta.  

heitir hann Tenholmskjær og er smíðaður árið 1984 og er eikabátur.  er hann 14,99 metrar á lengd og mælist 24 tonn.  190 hestafla vél,

Báturinn er með um 275 tonna makríl kvóta og um 300 tonna síldarkvóta,

núna í ár þá hefur báturinn meðal annars verið á þessum veiðum og má segja að gengið hafi nokkuð vel

búinn að landa 224 tonnum af síld og 226 tonnum makríl,
miðað við krókabátanna sem voru á makrílveiðum á íslandi núna í sumar þá myndi Tenholmskjær verða með aflahæstu bátunum á íslandi ef ekki sá hæsti,

Ansi sérstakur bátur og má geta þess að hann dregur á eftir sér lítinn bát sem hann notar við veiðarnar,

Mynd Thorvald Knudsen


Gríðarlega stórt lestaropið  Myn Jöqn Myhre


Makrílútbúnaður á bátnum.  Mynd Magnar Lyngstad.