Thor-Arvild, nýlegur bátur í Noregi,2016

Það er orðið ansi langt síðan ég tók mig til og fjallaði um einn norskan bát.  


enn tökum hérna einn sem er nokkuð sérstakur svo ekki sé meira sagt,

því óhætt er að segja að þessi bátur sem eins og risastór korktappi á sjónum,  þótt eflaust sé þetta fínasti sjóbátur,

Þessi bátur heitir Thor-Arild og er smíðaður árið 2015 úr áli.

er hann sniðinn inní 15 metra kerfið í Noregi og mælist 14,95 metrar enn er mjög breiður eða 6,5 metrar.  

í bátnum er 600 hestafla aðalvél.  

báturinn er með mjög stórann og mikinn kvóta.  því á bátnum er gríðarlega stór ýsukvóti eða 1460 tonna ýsukvóti,

auk þess er á bátnum krabbakvóti upp á um 6 tonn,
líka er á bátnum 51 tonna ufsa kvóti og 303 tonna þorskkvóti,

þannig að á bátnum er ansi mikill kvóti eða 1814 tonn.  
núna í ár þá hefur báturinn veitt samtals 383 tonn og af því er þorskur 308 tonn og auk þess klárað krabbakvótann sinn,

núna síðustu tvær vikunar þá hefur báturinn landað um 33 tonnum í 8 róðrum og er uppistaðan í þeim afla þorskur,
báturinn er gerður út í Skarsvag sem er mjög norðarlega í noregi, ekki langt frá Honnigsvog


Thor-Arvild