þrír bátar í vandræðum út frá Sandgerði sama daginn
allt í kringum landið okkar höfum við Björgunarsveitir og þær eru lífs nauðsynlegar fyrir sjófarendur um allt land.
það sýndi sig núna fyrir nokkrum dögum síðan þegar að alls þrír bátar lentu í vandræðum út frá Sandgerði. draga þurfti tvo báta í land
og þriðji báturinn komst í land sjálfur, þó tæpt það væri
Þrír bátar, fyrst Almar KE
þetta byrjaði á því að báturinn Almar KE sem var á leið frá Keflavík og í Röstina á veiðar að leka varð vart í bátnum þegar hann var staðsettur rétt utan við Stafnes.
var leki í gegnum gat sem var í stefni bátsins og fór björgunarskipið Hannes Hafstein frá Sandgerði út til Almars KE og Árni í Tungu komu að Almari KE fyrstir
rétt á eftir þeim kom Oddur V Gíslason frá Grindavík, og kom þyrlan með dælur til að dæla úr Almari KE.
nokkrir komu að Almari KE og þar á meðal Hawkerinn GK sem var á leið til SAndgerðis eftir góðan færatúr í Röstina.
Hópsnes GK og Benni Sæm GK
á svipuðum tíma og þetta gerðist þá var línubáturinn Hópsnes GK við veiðar útaf Hvalsnesi þegar að hann fékk færi í skrúfuna og varð vélarvana,
dragnótabáturinn Benni Sæm GK kom að Hópsnesi GK dró hann til hafnar í Sandgerði , og þegar þangað var komið
þá tók báturinn Geirfugl GK við Hópsnesi GK og dró hann að bryggju til að hægt væri að landa úr bátnum.
að Almari KE, að eftir að ljóst var að það náðist að dæla og halda við lekanum í bátnum, þá
var báturinn tekinn í tog til SAndgerði og á undan því þá fór Hawkerinn GK af stað til SAndgerðis.
Og Hawkerinn GK
þegar að Hawkerinn GK var á leiðinni þangað þá skyndilega kom mikill titringum í bátinn og Jóhann Haukur skipstjóri
áttaði sig strax á því að hann hefði fengið eitthvað í skrúfuna.
hann sló af og dólaði sér til Sandgerðis, og á eftir honum voru björgunarbátar að draga Almar KE til SAndgerðis.
en Jóhanni eða Johnny eins og er kallaður tókst að koma Hawkernum til Sandgerðis rétt á undan að Almar KE kom þangað í Togi.
þegar til Sandgerðis var komið þá var þar komnir menn frá Köfunarþjónustu Sigurðar og þeir köfuðu undir Hópsnes GK og skáru úr skrúfunni
og fóru síðan undir Hawkerinn GK og skáru úr skrúfunni á bátnum, enn hafði þá fengið líka færi í skrúfuna, en með lagni Jóhanns þá
tókst honum að sigla bátnum til Sandgerðis,
af hinum bátunum er það að frétta
Köfunarþjónusta Sigurðar
að kranabíll frá Köfunarþjónustu Sigurðar hífði Almar KE uppá pall og verður farið með bátinn til viðgerðar , líklega í slippinn í Njarðvík,
með Hópsnes GK þá kom Köfunarþjónusta Sigurðar aftur við sögu þar, því að þeir notuðu bát sinn Vonin KE til þess að draga
Hópsnes GK í slippinn í Njarðvík því að nokkuð alvarlega bilun kom upp í bátnum við það að fá í skrúfuna.
það gekk mikið á þennan dag og mestu máli skiptir að allir þessir þrír bátar komust til Sandgerðis, og enginn slys eða mannskaði urðu af þessum óhöppum,
Það má reyndar bæta við að ALmar KE hét áður Gunni Grall KE og í byrjun júní., árið 2025 þá bilaði þessi sami bátur þegar hann var við veiðar við Garðskagavita,
og var þá Hannes Hafsteinn úr Sandgerði sem var kallaður út og dró hann bátinn til Sandgerðis. báturinn fór aldrei til veiða eftir þá bilun árið 2025.
„Reyndar má minnast á það að Hannes Hafstein, sem er eitt af elstu björgunarskipum landsins, er í umsjá Björgunarbátasjóðs Suðurnesja.
Skipið er mannað meðlimum björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, ásamt meðlimum björgunarsveit Suðurnes
, og hefur margsannað sig í gegnum árin, þótt gamall sé. Nú er stefnan sú að Sigurvon, sem sér um bátinn, fái nýtt björgunarskip og er söfnun í gangi af því tilefni

Almar KE kominn á vörubíl í SAndgerði, Mynd Sigurður Stefánsson

Hannes Hafstein með Gunna Grall KE í togi í júní 2025

Hópsnes GK mynd Gísli Reynisson

Hawkerinn GK mynd Gísli Reynisson