Tilkynning - Ný Aflafretta síða
Ég geri nú ekki mikið af því að koma með tilkynningar inná Aflafrettir.is
Árið 2007
Árið 2007, þá stofnaði ég síðuna Aflafrettir.is sem síðan hefur stækkað mikið síðan þá og
núverandi síða sem þið eruð að lesa er orðin um 12 ára gömul, og samhliða þeirri síðu þá rek ég líka
síðuna Aflafrettir.com sem er ensk, og fjallar að mestu um Noreg og Færeyjar.
Bókstafurinn S
Núna er komið á daginn að bókstafurinn S, er að valda mér smá vandræðum,
ég er ekki mikill tæknigaur, en allar vefsíður byrja á HTTP. og það gerir núverandi aflafretta síða
en síðan telst ekki vera Örugg, t.d gagnvart því að netkerfi skilgreini síðuna sem Scam eða fake síða
svo það vantar þá HTTPS. og þetta S sem vantar er ekki beint alveg auðvelt að koma að.
Úrhelt kerfi
kerfið sem heldur úti núverandi aflafretta síðu
er orðið 12 ára gamalt og eins og tæknimaðurinn minn segir, að kerfið sé orðið úthelt.
eftir miklar vangaveltur um hvað þyrfti að gera, þá var tekin ákvörðun um að smíða
algjörlega nýja aflafretta síðu, bæði þá Íslensku síðuna og Ensku síðuna.
Svipuð og núverandi
í Grunnin þá mun nýja síðan verða svipuð útlits og núverandi síða, en verður mun notendavænni
og mun henta mun betur gagnvart símum og spjaldtölvum,
Nýtt á síðuna, en smá leyndó
Samhliða þessari vinnu við að búa til nýja síðu þá mun vera gerður grunnur af dálitlu
sem mér hefur langað í ansi langan tíma að gera, en ég get ekki upplýst hvað það er eins og staðan er núna.
Áskrift eða ekki áskrift
í desember 2024 þá var ég með könnun ársinis í gangi, og þar var spurt hvort ég ætti að hafa aflafrettir.is
í áskrift. flestir eða 78% sögðu nei við því
Fjölmargir fjölmiðlar bæði hérna á landinu og í Noregi eru farnir að fara þá leið að setja síðunar sínar í áskrift til að
fá tekjur inná þær.
ég tók þá ákvörðun um að ég ætla mér ekki að setja aflafrettir.is í áskrift, en enska síðan er að fá tekjur í gegnum Google
og nýja síðan mun eitthvað fá líka í gegnum annað fyrirtæki.
Ansi margir hafa stutt við bakið á mér í gegnum tíðina, og er ég virkilega þakklátur þeim.
Stuðningur
Þetta er töluvert mikið verk að gera og er ég með tvo tæknimenn sem eru að vinna í þessu fyrir mig.
og töluverður kostnaður í þessu., en ég mun reyndar ekki gera neitt varðandi þetta því ég kann ekkert á svona tæknimál,
þið ykkar sem viljið styðja við bakið á mér í þessari vinnu með nýja síðu geta gert það
hérna er upplýsingar
kt. 200875-3709
bók 0142-15-380889
Ég get ekki sagt til um það hvenær nýja síðan kemur, góðir hlutir gerast hægt eins og ég segi.
annars ég er ekki að hætta með aflafrettir.is
kveðja
Gísli Reynisson

Mynd Gísli Reynisson