Tjaldur SH 270,1983

Við þekkjum öll línubátinn Tjald SH sem er gerður út frá Rifi.  


þetta nafn Tjaldur SH á sér mjög langa sögu í útgerð frá Rifi, og má segja að rekja megi þetta nafn Tjaldur SH aftur til ársins 1955 þegar að fyrsti Tjaldur SH kom 

þetta þýðir að nafni Tjaldur SH á sér orðið 64 ára sögu í útgerð frá Rifi,

1159
einn af þeim bátum sem var Tjaldur SH var stálbáturinn sem var með sknr 1159.  Sá bátur var Tjaldur SH í um 20  ár og fiskaði ætið mjög vel þau ár sem hann var gerður út

þessi sami bátur var gerður út alveg til ársins 2009 og hét þá Kristbjörg HF undir það síðasta,

1983
við skulum eins og vanalega kíkja aðeins á vertíðina 1983 og sjá hvernig hún gekk,

Við sunnanvert landið þá var veiðin á vertíðinni frekar döpur.  hún var aðeins skárri við snæfellsnesið, en þó ekki þannig að einhver mokveiði væri í gangi,

mars
Mars mánuðurinn hjá Tjaldi SH var mjög góður því að báturinn landaði í heildina 276,4 tonnum í 24 róðrum eða 11,5 tonn í róðri,

eins og sést í aflayfirlitinu hérna að  neðan þá voru nokkrir róðrar sem voru yfir 20 tonnin , 

og besta vikan var 20 til 26 en þá landaði Tjaldur SH 60 tonnum í 5 róðrum eða 12 tonn í róðri,

Vertíðaraflinn hjá Tjaldi SH var nokkuð góður miðað við aðra báta eða um 650 tonn á vertíðinni 1983.


dagur afli
1 4,9
3 9,2
4 11,2
5 4,3
7 6,0
8 13,8
9 21,0
10 16,1
11 7,5
12 10,6
14 10,8
15 3,3
16 12,2
17 4,7
18 11,6
19 5,7
21 21,1
23 17,1
24 14,4
25 15,7
26 5,7
27 14,8
28 20,1
29 14,4


Tjaldur SH mynd Birgir Karlsson