Tjón á Hannes Þ.Hafstein. leiðréttingar
Þar kom að því að veðurfarið lagaðist og bátarnir gátu komist á sjóinn.
Í gærkveldi þá var skrifuð frétt hérna inná Aflafrettir.is um ansi mikið tjón sem varð á Björgunarbátnum Hannesi Þ.Hafstein þar sem hann lá við flotbryggju í Sandgerðishöfn. Gat kom á bakborðssíðu bátsins og ansi mikið tjón.
Í fréttinni var haft eftir heimildarmanni sem hafði samband við Aflafrettir að Sigurvon væri að borga ansi há hafnargjöld af bátnum og var gagnrýnt að ekki var starfsmaður á vegum hafnarinnar sem var á vakt þegar þetta gerðist.
Þetta er ekki allskostar rétt. Því rétta er að Sandgerðishöfn hefur aldrei rukkað björgunarsveitina hvorki fyrir rafmagn eða þá hafnargjöld öll þau ár sem að Hannes Þ.Hafsteins hefur verið í Sandgerðishöfn.
Sandgerðishöfn er opin frá 0800 til 2100 og er vakt í höfninni á þeim tíma enn þetta óhapp með Hannes gerðist á morgun flóðinu og þá var enginn starfsmaður á vakt. Enn bátar getað komið inn á öðrum tímum og landað og er þá maður kallaður út til að sinna því.
Sandgerðishöfn vinnur þetta þannig að hún ber ábyrgð á höfninni og hafnarmannvirkjun, enn í slæmum veðrum þá beinir höfnin því til eiganda þeirra báta að þeir fylgist með bátum sínum í höfninni því eigendur bera í raun ábyrgð á sínum bátum.
Þvi miður þá voru heimildir rangar og með því þá voru starfsmenn Sandgerðishafnar settir undir ansi slæmann hatt að vera ekki að sinna starfi sínu.
Sandgerðishöfn á sér mjög langa sögu og hefur í gegnum tíðina verið ein löndunar stærsta höfn Íslands, Enda er mjög stutt frá Sandgerði á ein af fengsælustu fiskimiðum landsins, og þó svo að bátum hafi fækkað þá engu að síður þá er Sandgerði þriðja stærsta löndunarhöfn fyrir árið 2021.
Starfsmenn hafnarinnar hafa í gegnum tíðina lagt sig fram um að þjónusta vel þá báta og útgerðmenn sem koma til Sandgerðis.
Aflafrettum finnst leitt að svona lagað haft gerst að starfsmenn hafnarinnar hafi verið ranglega sakaðir um röng vinnubrögð og biðst afsökunar á því.
Samstarf Sandgerðishafnar og Landsbjargar og Sigurvonar varðandi Hannes Þ.Hafstein hefur í gegnum tíðina verið mjög gott enda er öllum ljóst að það skiptir gríðarlegu máli fyrir sjómenn að vita af öflugum björgunarbáti sem er staðsettur í Sandgerði þegar eitthvað kemur fyrir.
Varðandi Hannes Þ.Hafstein sjálfan þá er hann að fara í Njarðvík, en slippurinn þar tók frá pláss og tíma til þess að gera við skemmdirnar, enn ljóst er að hann verður frá í allt að 2 vikur.
Mynd Gísli Reynisson